Innlent

11 milljónir í Evrópunefnd

Ellefu milljónum króna verður veitt á næsta ári til starfs Evrópunefndar samkvæmt fjárlagafrumvarpinu 2005. Gert er ráð fyrir starfsmanni í hálfu starfi auk kostnaðar við aðkeypta sérfræðivinnu. Nefndin er skipuð af forsætisráðherra og er henni ætlað að skerpa og skýra hvaða atriði þarf að ræða í Evrópumálum og hver ekki. Evrópunefndinni er, auk upplýsingaöflunar, ætlað að greina aðalatriði mála og helstu staðreyndir til að auðvelda umræður á réttum eða skynsamlegum forsendum um Evrópumálin. Nefndarmenn eru alls níu en formaður hennar er Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×