Öll börn eiga að vera undanþegin 13. október 2005 14:44 Mér varð það á að kaupa teiknimynd á dögunum á útsölumarkaði sem reyndist ónýt þegar farið var að horfa á hana - gamalt drasl sem ég hafði verið ginntur til að kaupa. Slíkt virðist raunar svo algengt þar sem barnamyndir eiga í hlut, að það er eins og hvert annað happadrætti að leigja eða kaupa slíka mynd. Þetta er aðeins dálítið dæmi af ótal mörgum um þá virðingu sem börnum er sýnd hér á landi - allt frá hinum óhugnanlega Júgíó-heimi með þjóðarmorðum og annarri skemmtan sem kaupmangarar keppast nú við að búa til barnaæði kringum og til þess að þau hafa nú í tvær vikur verið látin húka heima hjá sér aðgerðalítil meðan geisar kjaradeila. Á kjaradeilunni fá blessuð börnin helst þá skýringu að því fylgi svo ómennskt álag að vera samvistum við þau að rausnarlega þurfi að borga slíkt starf, eigi nokkur almennileg og hæf manneskja að fást til þess - en manneskjur virðast því hæfari og betri, samkvæmt þessari einföldu framsetningu, sem þær fá hærra kaup. Öll vitum við hins vegar að það er ekki svo. Virðingarröð starfa í samfélaginu er þrátt fyrir allt ekki einvörðungu undir því komin hversu vel þau gefa af sér. Hins vegar má segja að kjör kennara séu til marks um djúprætt og langvarandi vanmat í íslensku samfélagi á gildi menntunar - einkum virðist augljóst að laga þurfi kjör ungra kennara. Þetta vanmat á gildi menntunar gegnsýrir enn þjóðfélagið. Við sjáum það í áhugaleysi sumra drengja í skóla og lélegri frammistöðu og við sjáum það í sjálfri atvinnustefnu kjörinna stjórnvalda: á Austurlandi er öllu náttúrufari umturnað með róttækari hætti en áður hefur þekkst til þess að skapa störf handa ómenntuðum karlmönnum sem þarf svo að sækja unnvörpum til annarra landa... Það er nefnilega satt sem stundum heyrist sagt í kvörtunartón, að Íslendingar séu hættir að nenna að vinna í fiski. Ef til vill er kominn tími til að stjórnvöld horfist í augu við það og átti sig á því að verðmæti framtíðarinnar eru fólgin í menntun. Þetta lýsir allt röngu verðmætamati, rangri stefnu, skilningsleysi þeirra sem ráða ferðinni - vanmati á gildi menntunar. En fyrir það á ekki að refsa börnum. Verkföll eiga ekki að beinast gegn börnum. Kennarastarfið nýtur almennt meiri virðingar í samfélaginu en launin segja til um og hefðu kennarasamtökin haft rænu á að nota einhverja peninga í sumar til þess að hrinda af stað auglýsingaherferð um kjör kennara og vinnuálag má telja líklegt að þrýstingur hefði aukist á viðsemjendur kennara að leita samninga við þá. Í staðinn hafa kennarar ekkert hirt um almenningsálit og á stundum virðist manni að í þeirra hópi sé kynt undir nokkurs konar hóp-paranoju um að allir hati þessa stétt. Sem er fáránlegt. Alræmdasta dæmið um það hvernig forystumenn kennarasamtakanna gefa dauðann og djöfulinn í það sem fólkinu á götunni finnst er náttúrlega hinar furðulegu synjanir á undanþágum til handa fötluðum börnum með rökstuðningi sem nánast hefur virkað á fólk eins og hótfyndni - að ekki skapist neyðarástand fyrr en eftir tvær vikur vegna þess að jólafrí sé tvær vikur. Þetta hefur skaðað orðstír stéttarinnar stórkostlega og vakið djúpa hneysklan meðal fólks. Þetta hefur raunar valdið því að gleymst hefur að verkfall er óviðunandi aðgerð gagnvart börnum. Skóli er ekki verksmiðja, börn eru ekki ál... Það er ekki verið að leggja niður framleiðslu á einhverjum varningi heldur er verið að stöðva ferli í þroska barnanna. Í umræðunni um verkfallið hefur það eiginlega gleymst að á meðan verkfall geisar eru börnin svipt rétti sínum til að læra - meira að segja skólastofur eru lokaðar þeim foreldrum sem vilja sækja bækur barna sinna til að kenna þeim. Þarna er ekki um að ræða lítilsháttar óþægindi fyrir foreldra sem fá ekki pössun fyrir börnin sín eins og margir talsmenn þessa verkfalls hafa látið liggja að í umræðunum - heldur er verið að hafa af börnunum tíma til menntunar sem þau fá aldrei aftur. Því má ekki gleyma að þessir septemberdagar koma aldrei aftur. Það sem tapast verður ekki unnið upp. Sumarfrí skólanna er langt, starfsdagar kennara eru margir, jólafrí rausnarlegt, páskafrí - að ógleymdum öllum hinum óskiljanlegu fimmtudagsfrídögum útmánaða - og þegar að minnsta kosti tveggja vikna verkfall bætist við allan þennan tíma sem barnið fær ekki notið skólagöngu, þá má ljóst vera að þetta verkfall er atlaga að mikilsverðum réttindum barna. Verið er að draga úr möguleikum þeirra til að búa sig sem best undir lífið. Þetta verkfall beinist ekki gegn foreldrum fyrst og fremst, sveitastjórnum, ráðherrum - ekki einu sinni Birgi Birni - það beinist gegn börnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Mér varð það á að kaupa teiknimynd á dögunum á útsölumarkaði sem reyndist ónýt þegar farið var að horfa á hana - gamalt drasl sem ég hafði verið ginntur til að kaupa. Slíkt virðist raunar svo algengt þar sem barnamyndir eiga í hlut, að það er eins og hvert annað happadrætti að leigja eða kaupa slíka mynd. Þetta er aðeins dálítið dæmi af ótal mörgum um þá virðingu sem börnum er sýnd hér á landi - allt frá hinum óhugnanlega Júgíó-heimi með þjóðarmorðum og annarri skemmtan sem kaupmangarar keppast nú við að búa til barnaæði kringum og til þess að þau hafa nú í tvær vikur verið látin húka heima hjá sér aðgerðalítil meðan geisar kjaradeila. Á kjaradeilunni fá blessuð börnin helst þá skýringu að því fylgi svo ómennskt álag að vera samvistum við þau að rausnarlega þurfi að borga slíkt starf, eigi nokkur almennileg og hæf manneskja að fást til þess - en manneskjur virðast því hæfari og betri, samkvæmt þessari einföldu framsetningu, sem þær fá hærra kaup. Öll vitum við hins vegar að það er ekki svo. Virðingarröð starfa í samfélaginu er þrátt fyrir allt ekki einvörðungu undir því komin hversu vel þau gefa af sér. Hins vegar má segja að kjör kennara séu til marks um djúprætt og langvarandi vanmat í íslensku samfélagi á gildi menntunar - einkum virðist augljóst að laga þurfi kjör ungra kennara. Þetta vanmat á gildi menntunar gegnsýrir enn þjóðfélagið. Við sjáum það í áhugaleysi sumra drengja í skóla og lélegri frammistöðu og við sjáum það í sjálfri atvinnustefnu kjörinna stjórnvalda: á Austurlandi er öllu náttúrufari umturnað með róttækari hætti en áður hefur þekkst til þess að skapa störf handa ómenntuðum karlmönnum sem þarf svo að sækja unnvörpum til annarra landa... Það er nefnilega satt sem stundum heyrist sagt í kvörtunartón, að Íslendingar séu hættir að nenna að vinna í fiski. Ef til vill er kominn tími til að stjórnvöld horfist í augu við það og átti sig á því að verðmæti framtíðarinnar eru fólgin í menntun. Þetta lýsir allt röngu verðmætamati, rangri stefnu, skilningsleysi þeirra sem ráða ferðinni - vanmati á gildi menntunar. En fyrir það á ekki að refsa börnum. Verkföll eiga ekki að beinast gegn börnum. Kennarastarfið nýtur almennt meiri virðingar í samfélaginu en launin segja til um og hefðu kennarasamtökin haft rænu á að nota einhverja peninga í sumar til þess að hrinda af stað auglýsingaherferð um kjör kennara og vinnuálag má telja líklegt að þrýstingur hefði aukist á viðsemjendur kennara að leita samninga við þá. Í staðinn hafa kennarar ekkert hirt um almenningsálit og á stundum virðist manni að í þeirra hópi sé kynt undir nokkurs konar hóp-paranoju um að allir hati þessa stétt. Sem er fáránlegt. Alræmdasta dæmið um það hvernig forystumenn kennarasamtakanna gefa dauðann og djöfulinn í það sem fólkinu á götunni finnst er náttúrlega hinar furðulegu synjanir á undanþágum til handa fötluðum börnum með rökstuðningi sem nánast hefur virkað á fólk eins og hótfyndni - að ekki skapist neyðarástand fyrr en eftir tvær vikur vegna þess að jólafrí sé tvær vikur. Þetta hefur skaðað orðstír stéttarinnar stórkostlega og vakið djúpa hneysklan meðal fólks. Þetta hefur raunar valdið því að gleymst hefur að verkfall er óviðunandi aðgerð gagnvart börnum. Skóli er ekki verksmiðja, börn eru ekki ál... Það er ekki verið að leggja niður framleiðslu á einhverjum varningi heldur er verið að stöðva ferli í þroska barnanna. Í umræðunni um verkfallið hefur það eiginlega gleymst að á meðan verkfall geisar eru börnin svipt rétti sínum til að læra - meira að segja skólastofur eru lokaðar þeim foreldrum sem vilja sækja bækur barna sinna til að kenna þeim. Þarna er ekki um að ræða lítilsháttar óþægindi fyrir foreldra sem fá ekki pössun fyrir börnin sín eins og margir talsmenn þessa verkfalls hafa látið liggja að í umræðunum - heldur er verið að hafa af börnunum tíma til menntunar sem þau fá aldrei aftur. Því má ekki gleyma að þessir septemberdagar koma aldrei aftur. Það sem tapast verður ekki unnið upp. Sumarfrí skólanna er langt, starfsdagar kennara eru margir, jólafrí rausnarlegt, páskafrí - að ógleymdum öllum hinum óskiljanlegu fimmtudagsfrídögum útmánaða - og þegar að minnsta kosti tveggja vikna verkfall bætist við allan þennan tíma sem barnið fær ekki notið skólagöngu, þá má ljóst vera að þetta verkfall er atlaga að mikilsverðum réttindum barna. Verið er að draga úr möguleikum þeirra til að búa sig sem best undir lífið. Þetta verkfall beinist ekki gegn foreldrum fyrst og fremst, sveitastjórnum, ráðherrum - ekki einu sinni Birgi Birni - það beinist gegn börnum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun