Fjöldaganga kennara og nema 30. september 2004 00:01 Á annað þúsund kennarar og kennaranemar mættu við höfuðstöðvar Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamenn sína þegar samningafundur var að hefjast þar í morgun. Síðan var haldið í fjöldagöngu niður í ráðhús þar sem Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, las upp svohljóðandi orðsendingu til borgaryfirvalda: „Kominn er tími til að pólitískt kjörnir borgarfulltrúar hætti að skýla sér á bak við andlitslaust fyrirbæri á borð við launanefd sveitarfélaganna. Pólitískt kjörnir borgarfulltrúar verða að axla þá pólitísku ábyrgð sem þeir eru kjörnir til sem borgarfulltrúar. Þegar að 1500 grunnskólakennarar í Reykjavík hafa lagt niður störf og þúsundir grunnskólabarna fara á mis við lögbundna skólaskyldu, þá furða grunnskólakennarar sig á því að engir fundir hafi verið haldnir í borgarstjórn um kjaradeilu launanefndar sveitarfélaganna og grunnskólakennara, þá ellefu daga sem grunnskólakennarar hafa verið í verkfalli.“ Samningamenn kennara og samningamenn sveitarfélaganna virtust í morgun vera álíka svartsýnir á að nokkur árangur yrði af samningafundinum. Hvorugur hefur boðað tilslakanir eða ný tilboð og sáttatillaga af hálfu Ríkissáttasemjara liggur ekki í loftinu. Þá hefur forsætisráðherra sagt að ekki komi til greina að ríkið komið að samningunum og fjármálaráðherra segir að ríkið hafi fyllilega staðið við allar greiðslur til sveitarfélaga vegna reksturs þeirra á grunnskólunum. Kennarar söfnuðust saman á níunda tímanum fyrir utan húsakynni Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamen sína. Eitthvað er um að kennarar séu orðnir svartsýnir á lausn deilunnar og séu að kanna rétt sinn til að segja upp störfum sínum í verkfalli. Nú rétt fyrir hádegi stóð samningafundurinn enn og er þá þegar orðinn heldur lengri en síðasti fundur var fyrir viku. Hægt er að hlusta á Ólaf Loftsson lesa orðsendinguna í morgun með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Á annað þúsund kennarar og kennaranemar mættu við höfuðstöðvar Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamenn sína þegar samningafundur var að hefjast þar í morgun. Síðan var haldið í fjöldagöngu niður í ráðhús þar sem Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, las upp svohljóðandi orðsendingu til borgaryfirvalda: „Kominn er tími til að pólitískt kjörnir borgarfulltrúar hætti að skýla sér á bak við andlitslaust fyrirbæri á borð við launanefd sveitarfélaganna. Pólitískt kjörnir borgarfulltrúar verða að axla þá pólitísku ábyrgð sem þeir eru kjörnir til sem borgarfulltrúar. Þegar að 1500 grunnskólakennarar í Reykjavík hafa lagt niður störf og þúsundir grunnskólabarna fara á mis við lögbundna skólaskyldu, þá furða grunnskólakennarar sig á því að engir fundir hafi verið haldnir í borgarstjórn um kjaradeilu launanefndar sveitarfélaganna og grunnskólakennara, þá ellefu daga sem grunnskólakennarar hafa verið í verkfalli.“ Samningamenn kennara og samningamenn sveitarfélaganna virtust í morgun vera álíka svartsýnir á að nokkur árangur yrði af samningafundinum. Hvorugur hefur boðað tilslakanir eða ný tilboð og sáttatillaga af hálfu Ríkissáttasemjara liggur ekki í loftinu. Þá hefur forsætisráðherra sagt að ekki komi til greina að ríkið komið að samningunum og fjármálaráðherra segir að ríkið hafi fyllilega staðið við allar greiðslur til sveitarfélaga vegna reksturs þeirra á grunnskólunum. Kennarar söfnuðust saman á níunda tímanum fyrir utan húsakynni Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamen sína. Eitthvað er um að kennarar séu orðnir svartsýnir á lausn deilunnar og séu að kanna rétt sinn til að segja upp störfum sínum í verkfalli. Nú rétt fyrir hádegi stóð samningafundurinn enn og er þá þegar orðinn heldur lengri en síðasti fundur var fyrir viku. Hægt er að hlusta á Ólaf Loftsson lesa orðsendinguna í morgun með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira