Oft á öndverðum meiði 29. september 2004 00:01 Jón Steinar Gunnlaugsson hefur tjáð sig um marga dóma Hæstaréttar og gagnrýnt hann í nokkrum tilvikum. Má því ætla að sumir dóma hans hefðu fallið á annan veg ef Jón hefði klæðst svörtu skikkjunni. Desember 1998 - Valdimarsdómurinn. Jón Steinar sagðist út af fyrir sig sammála niðurstöðu Hæstaréttar í svonefndum Valdimarsdómi. Hann áréttaði hins vegar vandlega að dómurinn segði ekki neitt um lögmæti kvótakerfið sjálfs þótt Hæstiréttur hefði notað orðið "veiðiheimild" í úrskurði sínum. Apríl 2000 - Vatneyrardómurinn Jón Steinar var ánægður með Vatneyrardóminn svokallaða en þá festi Hæstiréttur kvótakerfið í sessi. Jón sagði við þetta tilefni að menn væru farnir að mistúlka jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. "Það er eins og menn telji að með 65. greininni sé búið að lögleiða eins konar sósíalisma," sagði hann í viðtali. Október 2000 - Skaðabótamál Kio Briggs Jóni Steinari misbauð að Hæstiréttur synjaði Briggs um skaðabætur vegna gæsluvarðhalds og ritaði af því tilefni í Morgunblaðið: "Ég fæ ekki varist þeirri hugsun, að eitthvað sé athugavert við réttarástand sem leyfir, að maður sé af handhöfum ríkisvalds sviptur frelsi sínu um nær 9 mánaða skeið, án þess að hafa sannanlega til saka unnið, og síðan synjað um bætur vegna frelsissviptingarinnar." Desember 2000 - Öryrkjadómurinn Hæstiréttur úrskurðaði að óheimilt væri að skerða tekjur öryrkja vegna tekna maka þeirra og olli dómurinn miklum titringi í þjóðfélaginu. Jón Steinar var afar ósáttur við öryrkjadóminn af tveimur ástæðum. Í fyrra lagi taldi hann að Hæstiréttur væri að taka sér löggjafarvald sem hann hefði ekki. Í síðara lagi áleit hann að rétturinn ætti ekki að fjalla um mál sem vörðuðu efnahagsleg og félagsleg réttindi. Mars 2004 - Dómur vegna læknamistaka Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms um að læknar hefðu með gáleysi orðið valdir að fötlun lítillar telpu. Jón Steinar, sem var lögmaður stúlkunnar, átaldi Hæstarétt harðlega fyrir málsmeðferðina og sagði hann ekki hafa gætt hlutleysis heldur gengið til liðs við íslenska ríkið í málaferlunum. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur tjáð sig um marga dóma Hæstaréttar og gagnrýnt hann í nokkrum tilvikum. Má því ætla að sumir dóma hans hefðu fallið á annan veg ef Jón hefði klæðst svörtu skikkjunni. Desember 1998 - Valdimarsdómurinn. Jón Steinar sagðist út af fyrir sig sammála niðurstöðu Hæstaréttar í svonefndum Valdimarsdómi. Hann áréttaði hins vegar vandlega að dómurinn segði ekki neitt um lögmæti kvótakerfið sjálfs þótt Hæstiréttur hefði notað orðið "veiðiheimild" í úrskurði sínum. Apríl 2000 - Vatneyrardómurinn Jón Steinar var ánægður með Vatneyrardóminn svokallaða en þá festi Hæstiréttur kvótakerfið í sessi. Jón sagði við þetta tilefni að menn væru farnir að mistúlka jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. "Það er eins og menn telji að með 65. greininni sé búið að lögleiða eins konar sósíalisma," sagði hann í viðtali. Október 2000 - Skaðabótamál Kio Briggs Jóni Steinari misbauð að Hæstiréttur synjaði Briggs um skaðabætur vegna gæsluvarðhalds og ritaði af því tilefni í Morgunblaðið: "Ég fæ ekki varist þeirri hugsun, að eitthvað sé athugavert við réttarástand sem leyfir, að maður sé af handhöfum ríkisvalds sviptur frelsi sínu um nær 9 mánaða skeið, án þess að hafa sannanlega til saka unnið, og síðan synjað um bætur vegna frelsissviptingarinnar." Desember 2000 - Öryrkjadómurinn Hæstiréttur úrskurðaði að óheimilt væri að skerða tekjur öryrkja vegna tekna maka þeirra og olli dómurinn miklum titringi í þjóðfélaginu. Jón Steinar var afar ósáttur við öryrkjadóminn af tveimur ástæðum. Í fyrra lagi taldi hann að Hæstiréttur væri að taka sér löggjafarvald sem hann hefði ekki. Í síðara lagi áleit hann að rétturinn ætti ekki að fjalla um mál sem vörðuðu efnahagsleg og félagsleg réttindi. Mars 2004 - Dómur vegna læknamistaka Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms um að læknar hefðu með gáleysi orðið valdir að fötlun lítillar telpu. Jón Steinar, sem var lögmaður stúlkunnar, átaldi Hæstarétt harðlega fyrir málsmeðferðina og sagði hann ekki hafa gætt hlutleysis heldur gengið til liðs við íslenska ríkið í málaferlunum.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira