Vald ráðherra mikið við dómaraval 28. september 2004 00:01 Deilt hefur verið um það undanfarið hvernig skipa skuli dómara við Hæstarétt hér á landi. Eins og kunnugt er skipar forseti Íslands í réttinn að tillögu dómsmálaráðherra, en dómsmálaráðherra byggir tillögu sína á umsögn Hæstaréttar. Hæstarétti er falið að skera úr um hvaða umsækjendur séu hæfir og hverjir ekki. Það er fróðlegt að skoða til samanburðar fyrirkomulag á skipan dómara í nágrannalöndunum. Það er margvíslegt, en þó virðist vald ráðherra vera einna mest hér á landi, ef eitthvað er. Danskir hæstaréttadómarar eru skipaðir af drottningunni eftir tillögu frá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra byggir tillögu sína á útnefningu sérstaks skipunarráðs, sem í eru sex meðlimir skipaðir til fimm ára -- einn hæstaréttardómari, tveir dómarar undirrétta, einn lögmaður og tveir fulltrúar almannavaldsins. Ráðið gerir rökstudda tillögu um aðeins einn aðila hverju sinni. Ráðherra getur, lagalega, gengið gegn vilja ráðsins í tillögu sinni til drottningar, en slíkt hefur ákveðnar stjórnskipulegar afleiðingar í för með sér. Forsetinn skipar hæstaréttardómara í Finnlandi að tillögu dómsmálaráðherra, ekki ósvipað og hér. Tillaga dómsmálaráðherra er hins vegar gerð á grunni tillögu frá hæstarétti sjálfum. Hæstiréttur hefur þannig mikið vald um skipan dómara í réttinn og virðist vald ráðherrans við skipan dómara vera nánast eingöngu formlegt. Í Þýskalandi skipar forsetinn í hæstaréttinn eftir útnefningu frá dómsmálaráðherra, en sérstök valnefnd hefur áður gert tillögu að dómara. Ráðherrann situr í nefndinni og hefur þar atkvæðisrétt ásamt öðrum meðlimum. Í Frakklandi er svipað uppi á teningnum, en þar skipar forsetinn formlega í réttinn eftir útnefningu frá ráðherra. Ráðherra fer þó sjaldan gegn niðurstöðu sérstaks dómstólaráðs sem hefur áður gert tillögu um dómara. Ofangreindar upplýsingar eru fengnar úr nefndaráliti um breytingar á norska dómskerfinu frá 1999. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Deilt hefur verið um það undanfarið hvernig skipa skuli dómara við Hæstarétt hér á landi. Eins og kunnugt er skipar forseti Íslands í réttinn að tillögu dómsmálaráðherra, en dómsmálaráðherra byggir tillögu sína á umsögn Hæstaréttar. Hæstarétti er falið að skera úr um hvaða umsækjendur séu hæfir og hverjir ekki. Það er fróðlegt að skoða til samanburðar fyrirkomulag á skipan dómara í nágrannalöndunum. Það er margvíslegt, en þó virðist vald ráðherra vera einna mest hér á landi, ef eitthvað er. Danskir hæstaréttadómarar eru skipaðir af drottningunni eftir tillögu frá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra byggir tillögu sína á útnefningu sérstaks skipunarráðs, sem í eru sex meðlimir skipaðir til fimm ára -- einn hæstaréttardómari, tveir dómarar undirrétta, einn lögmaður og tveir fulltrúar almannavaldsins. Ráðið gerir rökstudda tillögu um aðeins einn aðila hverju sinni. Ráðherra getur, lagalega, gengið gegn vilja ráðsins í tillögu sinni til drottningar, en slíkt hefur ákveðnar stjórnskipulegar afleiðingar í för með sér. Forsetinn skipar hæstaréttardómara í Finnlandi að tillögu dómsmálaráðherra, ekki ósvipað og hér. Tillaga dómsmálaráðherra er hins vegar gerð á grunni tillögu frá hæstarétti sjálfum. Hæstiréttur hefur þannig mikið vald um skipan dómara í réttinn og virðist vald ráðherrans við skipan dómara vera nánast eingöngu formlegt. Í Þýskalandi skipar forsetinn í hæstaréttinn eftir útnefningu frá dómsmálaráðherra, en sérstök valnefnd hefur áður gert tillögu að dómara. Ráðherrann situr í nefndinni og hefur þar atkvæðisrétt ásamt öðrum meðlimum. Í Frakklandi er svipað uppi á teningnum, en þar skipar forsetinn formlega í réttinn eftir útnefningu frá ráðherra. Ráðherra fer þó sjaldan gegn niðurstöðu sérstaks dómstólaráðs sem hefur áður gert tillögu um dómara. Ofangreindar upplýsingar eru fengnar úr nefndaráliti um breytingar á norska dómskerfinu frá 1999.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira