120 lögmenn styðja Jón Steinar 28. september 2004 00:01 Listi með 120 nöfnum þeirra lögmanna sem vilja að Geir H. Haarde virði umsögn Hæstaréttar um val á dómara við réttinn að vettugi og taki sjálfstæða ákvörðun um ráðninguna var afhentur ráðherranum í gær. Geir ræður í dómarastöðuna í stað Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra sem lýsti sig vanhæfan til verksins. Lögmennirnir lýsa þannig óbeint yfir stuðningi við Jón Steinar Gunnlaugsson, en í áliti Hæstaréttar er Jón ekki á meðal þeirra tveggja sem rétturinn telur hæfasta. Lögmennirnir telja innbyrðis ósamkvæmni einkenna þá umsögn réttarins, Jón Steinar hafi víðtæka og umfangsmikla lögmannsreynslu sem ekki sé hægt að líta fram hjá, og ráðherra beri því að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu máli. Að sögn Sveins Andra Sveinssonar lögmanns var markmiðið að safna undirskriftum um 50 til 100 lögmanna. Árangurinn sé því framar vonum. Hann vísir þeirri gagnrýni á bug að með listanum sé Jón Steinar sjálfkrafa orðinn vanhæfur sem dómari, þar sem lögmenn skiptist nú í þá sem styðja hann og þá sem gera það ekki. "Þessi gagnrýni er eins og hvert annað kjaftæði," segir Sveinn. Hann segir að betur færi á því, að þeim sem augljóslega sé í nöp við Jón Steinar segi það beint út, í stað þess að "búa til einhverja nýja vanhæfisreglu gegn honum". Geir H. Haarde ber að skipa í dómarasætið fyrir 1.október. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Listi með 120 nöfnum þeirra lögmanna sem vilja að Geir H. Haarde virði umsögn Hæstaréttar um val á dómara við réttinn að vettugi og taki sjálfstæða ákvörðun um ráðninguna var afhentur ráðherranum í gær. Geir ræður í dómarastöðuna í stað Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra sem lýsti sig vanhæfan til verksins. Lögmennirnir lýsa þannig óbeint yfir stuðningi við Jón Steinar Gunnlaugsson, en í áliti Hæstaréttar er Jón ekki á meðal þeirra tveggja sem rétturinn telur hæfasta. Lögmennirnir telja innbyrðis ósamkvæmni einkenna þá umsögn réttarins, Jón Steinar hafi víðtæka og umfangsmikla lögmannsreynslu sem ekki sé hægt að líta fram hjá, og ráðherra beri því að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu máli. Að sögn Sveins Andra Sveinssonar lögmanns var markmiðið að safna undirskriftum um 50 til 100 lögmanna. Árangurinn sé því framar vonum. Hann vísir þeirri gagnrýni á bug að með listanum sé Jón Steinar sjálfkrafa orðinn vanhæfur sem dómari, þar sem lögmenn skiptist nú í þá sem styðja hann og þá sem gera það ekki. "Þessi gagnrýni er eins og hvert annað kjaftæði," segir Sveinn. Hann segir að betur færi á því, að þeim sem augljóslega sé í nöp við Jón Steinar segi það beint út, í stað þess að "búa til einhverja nýja vanhæfisreglu gegn honum". Geir H. Haarde ber að skipa í dómarasætið fyrir 1.október.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira