Tjáir sig ekki um rjúpnaveiðibann 15. september 2004 00:01 Sigríður Anna Þórðardóttir er fyrsti sjálfstæðismaðurinn í stóli umhverfisráðherra. Hún ætlar að nota næstu daga til að heimsækja stofnanir ráðuneytisins en er ekki tilbúin til að lýsa afstöðu sinni til áframhaldandi veiðibanns á rjúpu. Siv Friðleifsdóttir stefnir að því að setjast í ríkisstjórn á næsta ári. Lyklaskipti umhverfisráðherra fóru fram í ráðuneytinu við Tjörnina að afloknum ríkisráðsfundinum á Bessastöðum. Báðir ráðherrar minntu á rjúpu í vetrarbúningi, hvort sem það var af ráðnum hug eður ei, en það fór vel á með þeim þegar ráðherralyklakippan skipti um hendur. Sigríður Anna þakkaði Siv fyrir vel unnin störf sem ráðherra, sagðist taka við góðu búi og óskaði henni velfarnaðar í þinginu. Siv óskaði Sigríði Önnu góðs gengis í ráðuneytinu og sagðist viss um að hún mundi standa sig með miklum sóma. Siv segist gjarna mundi vilja hafa haldið áfram sem ráðherra, og hún segist stolt af því sem hún skilur eftir sig. Hún vill þá helst nefna náttúruvernd og þjóðgarða, t.a.m. sé stærsti þjóðgarður Evrópu að fæðast. Halldór Ásgrímsson hefur boðað breytingar á ráðherraliði Framsóknar á næsta ári og Siv ætlar inn aftur. Sigríður Anna er fyrsti sjálfstæðismaðurinn sem sest í stól umhverfisráðherra. Þrátt fyrir að hún hafi vitað af því í eitt og hálft ár að í dag myndi hún setjast í þennan stól, þá var hún spör á yfirlýsingar um viðkvæm málefni ráðuneytisins, t.d. rjúpnaveiðibann og náttúruvernd. Um áframhaldandi veiðibann á rjúpu sagðist ráðherrann munu skoða þau mál. Um aukið samstarf og samráð við til náttúruverndarsinna sagði Sigríður að það yrði „bara að koma í ljós“. Sigríður Anna segir að næstu dagar verði annasamir; hún ætli að heimsækja allar stofnanir sem heyri undir ráðuneytið til að fá heildaryfirsýn. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sigríður Anna Þórðardóttir er fyrsti sjálfstæðismaðurinn í stóli umhverfisráðherra. Hún ætlar að nota næstu daga til að heimsækja stofnanir ráðuneytisins en er ekki tilbúin til að lýsa afstöðu sinni til áframhaldandi veiðibanns á rjúpu. Siv Friðleifsdóttir stefnir að því að setjast í ríkisstjórn á næsta ári. Lyklaskipti umhverfisráðherra fóru fram í ráðuneytinu við Tjörnina að afloknum ríkisráðsfundinum á Bessastöðum. Báðir ráðherrar minntu á rjúpu í vetrarbúningi, hvort sem það var af ráðnum hug eður ei, en það fór vel á með þeim þegar ráðherralyklakippan skipti um hendur. Sigríður Anna þakkaði Siv fyrir vel unnin störf sem ráðherra, sagðist taka við góðu búi og óskaði henni velfarnaðar í þinginu. Siv óskaði Sigríði Önnu góðs gengis í ráðuneytinu og sagðist viss um að hún mundi standa sig með miklum sóma. Siv segist gjarna mundi vilja hafa haldið áfram sem ráðherra, og hún segist stolt af því sem hún skilur eftir sig. Hún vill þá helst nefna náttúruvernd og þjóðgarða, t.a.m. sé stærsti þjóðgarður Evrópu að fæðast. Halldór Ásgrímsson hefur boðað breytingar á ráðherraliði Framsóknar á næsta ári og Siv ætlar inn aftur. Sigríður Anna er fyrsti sjálfstæðismaðurinn sem sest í stól umhverfisráðherra. Þrátt fyrir að hún hafi vitað af því í eitt og hálft ár að í dag myndi hún setjast í þennan stól, þá var hún spör á yfirlýsingar um viðkvæm málefni ráðuneytisins, t.d. rjúpnaveiðibann og náttúruvernd. Um áframhaldandi veiðibann á rjúpu sagðist ráðherrann munu skoða þau mál. Um aukið samstarf og samráð við til náttúruverndarsinna sagði Sigríður að það yrði „bara að koma í ljós“. Sigríður Anna segir að næstu dagar verði annasamir; hún ætli að heimsækja allar stofnanir sem heyri undir ráðuneytið til að fá heildaryfirsýn.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira