Keyptu ráðandi hlut á 5 milljarða 10. september 2004 00:01 Norðurljós hafa keypt 35 prósenta hlut í Og Vodafone fyrir rúma fimm milljarða króna. Seljandi er fyrirtæki Kenneth Peterson, CVC. Þar með eru Norðurljós aftur þátttakandi á símamarkaði eftir nokkurt hlé. Félagið átti hlut í Tali sem sameinaðist Íslandsíma undir merkjum Og Vodafone. "Okkur bauðst þetta og við teljum þetta góðan fjárfestingarkost. Þetta er flott fyrirtæki sem hefur gengið vel í samkeppni og við teljum að það eigi sér bjarta framtíð," segir Skarphéðinn Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa. Hann segir fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki eigi mikla samleið. "Það er enginn spurning að þróunin mun verða sú að ljósvaka- og fjölmiðlafyrirtæki munu eiga mjög nána samleið. Með þessu erum við komin með náinn samstarfsaðila við þessa uppbyggingu." Norðurljós slitu í sumar viðræðum við Símann um dreifingu starfræns efnis. Í kjölfarið keypti Síminn sýningarréttinn á enska boltanum og fjórðungs hlut í Skjá einum. Skarphéðinn segir greinilegt að fleiri hugsi um samspil fjarskiptafyrirtækja og fjölmiðla með svipuðum hætti. Með sölu hlutarins í Og Vodafone hefur Kenneth Peterson selt stærstu eignir sínar hér á landi. Fyrr á þessu ári seldi hann hlut sinn í Norðuráli sem var upprunaleg fjárfesting hans hér á landi. Bjarni Þorvarðarson stjórnarformaður Og Vodafone og samstarfmaður Petersons segir að það þýði ekki að Peterson muni ekki áfram horfa til fjárfestinga hér á landi. "Við höfum hins vegar lýst því yfir að við höfum áhuga fjarskiptafyrirtækjum." Stíll Kenneth Peterson í fjárfestingum hefur gjarnan verið sá að kaupa góð fyrirtæki sem eru ódýr vegna lægðar á markaði. Aðspurður segir Bjarni að það samræmdist ekki þeirri stefnu að selja Og Vodafone til að taka þátt í kaupum á Símanum þegar hann verður seldur miðað við það verð sem rætt hefur verið um. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Norðurljós hafa keypt 35 prósenta hlut í Og Vodafone fyrir rúma fimm milljarða króna. Seljandi er fyrirtæki Kenneth Peterson, CVC. Þar með eru Norðurljós aftur þátttakandi á símamarkaði eftir nokkurt hlé. Félagið átti hlut í Tali sem sameinaðist Íslandsíma undir merkjum Og Vodafone. "Okkur bauðst þetta og við teljum þetta góðan fjárfestingarkost. Þetta er flott fyrirtæki sem hefur gengið vel í samkeppni og við teljum að það eigi sér bjarta framtíð," segir Skarphéðinn Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa. Hann segir fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki eigi mikla samleið. "Það er enginn spurning að þróunin mun verða sú að ljósvaka- og fjölmiðlafyrirtæki munu eiga mjög nána samleið. Með þessu erum við komin með náinn samstarfsaðila við þessa uppbyggingu." Norðurljós slitu í sumar viðræðum við Símann um dreifingu starfræns efnis. Í kjölfarið keypti Síminn sýningarréttinn á enska boltanum og fjórðungs hlut í Skjá einum. Skarphéðinn segir greinilegt að fleiri hugsi um samspil fjarskiptafyrirtækja og fjölmiðla með svipuðum hætti. Með sölu hlutarins í Og Vodafone hefur Kenneth Peterson selt stærstu eignir sínar hér á landi. Fyrr á þessu ári seldi hann hlut sinn í Norðuráli sem var upprunaleg fjárfesting hans hér á landi. Bjarni Þorvarðarson stjórnarformaður Og Vodafone og samstarfmaður Petersons segir að það þýði ekki að Peterson muni ekki áfram horfa til fjárfestinga hér á landi. "Við höfum hins vegar lýst því yfir að við höfum áhuga fjarskiptafyrirtækjum." Stíll Kenneth Peterson í fjárfestingum hefur gjarnan verið sá að kaupa góð fyrirtæki sem eru ódýr vegna lægðar á markaði. Aðspurður segir Bjarni að það samræmdist ekki þeirri stefnu að selja Og Vodafone til að taka þátt í kaupum á Símanum þegar hann verður seldur miðað við það verð sem rætt hefur verið um.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira