Ráðstafanir vegna atvinnuleysis 9. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þegar stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi voru í sjónmáli fyrir um það bil tveimur árum fylltust margir bjartsýni um að atvinnuleysi í landinu minnkaði verulega. Ýmsum sýndist jafnvel umfang framkvæmdanna slíkt að skortur yrði á vinnuafli sem aftur hefði í för með sér launaskrið á vinnumarkaði með tilheyrandi verðbólguáhættu. Þetta hefur ekki gengið eftir. Hagvöxtur hefur að vísu aukist og virðist ætla að aukast áfram en atvinnuleysið er enn umtalsvert. Yfir fimm þúsund vinnufærir einstaklingar hafa enga daglega launavinnu. Eðlilega velta margir því fyrir sér hverju það sæti. Í þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka, sem birt var á þriðjudaginn, er að finna forvitnilegar vangaveltur sem bregða ljósi á málið. Þar segir að aukinni vinnuaflsþörf við stóriðjuframkvæmdirnar hafi að miklu leyti verið mætt með innfluttu vinnuafli. Þess vegna hafi ekki skapast störf fyrir Íslendinga. Þá geri öflugar vinnuvélar og tækjabúnaður við framkvæmdirnar það að verkum að ekki sé þörf á jafn mörgum starfsmönnum og áður við sambærileg verkefni. Þessu til viðbótar telja sérfræðingar Íslandsbanka að við upphaf núverandi vaxtarskeiðs í efnahagslífinu hafi verið um að ræða allmikla vannýtta framleiðslugetu innan fyrirtækjanna. Það þýðir með öðrum orðum að um falið atvinnuleysi hafi verið að ræða. Fyrirtækin hafi ekki sagt upp starfsfólki þó að not fyrir það hafi verið lítil eða takmörkuð. Loks er bent á að ör þróun í upplýsingatækni kunni að skýra minni þörf fyrir vinnuafl. Allt eru þetta skynsamlegar ábendingar og umhugsunarverðar. Þær segja okkur að breytingar á atvinnulífinu sem áður tryggðu aukna atvinnu gera það ekki lengur. Ekki er það að öllu leyti vond þróun því hún þýðir að við getum aukið hagvöxt og bætt heildarlífskjörin án þess að þjóðfélagið lendi í vítahring verðbólgu eins og fyrr á árum. En þessi þróun vekur upp spurningar um verkefni fyrir þá sem eru atvinnulausir til lengri tíma. Eitthvert atvinnuleysi er eðlilegt og tímabundnar sveiflur í atvinnustigi þurfa ekki endilega að vera sérstakt áhyggjuefni. Það sem menn hljóta að staldra við sérstaklega núna er hve sá hópur sem hefur verið atvinnulaus í eitt ár eða lengur er orðinn fjölmennur. Hann telur nú á áttunda hundrað manns. Margir þessara atvinnuleysingja eru búnir hæfileikum og reynslu sem þjóðfélagið þarf að geta nýtt með einhverjum hætti. Í þessum hópi er margt fjölskyldufólk sem á erfitt með að láta enda ná saman í daglegu lífi vegna aðstæðna sinna. Atvinnuleysið skapar félagsleg vandamál sem eru óviðunandi fyrir okkar litla þjóðfélag. Ánægjulegu tíðindin í þjóðhagsspá Íslandsbanka eru þau orð að búast megi við að verulega dragi úr atvinnuleysi á næsta ári og þarnæsta. Það er að vísu tímabundin þróun að því er virðist en bót í máli. En ástæða er til að velta því fyrir sér hvort ekki sé með einhverjum hætti hægt að greiða götu þeirra sem ekki munu fyrirsjáanlega fá vinnu á næstu mánuðum. Getur ekki verið skynsamlegt fyrir ríki og sveitarfélög að leggja fé í markvissa ókeypis endurmenntun þessa fólks, svo sem á sviði upplýsingatækni, eða bjóða því aðrar námsleiðir og nýta þannig biðtímann á uppbyggilegan hátt? Aðgerðaleysi er versta böl hinna atvinnulausu. Eru ekki augljós hagræn rök fyrir því að verja opinberum fjármunum í námskeið og endurhæfingu atvinnulausra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þegar stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi voru í sjónmáli fyrir um það bil tveimur árum fylltust margir bjartsýni um að atvinnuleysi í landinu minnkaði verulega. Ýmsum sýndist jafnvel umfang framkvæmdanna slíkt að skortur yrði á vinnuafli sem aftur hefði í för með sér launaskrið á vinnumarkaði með tilheyrandi verðbólguáhættu. Þetta hefur ekki gengið eftir. Hagvöxtur hefur að vísu aukist og virðist ætla að aukast áfram en atvinnuleysið er enn umtalsvert. Yfir fimm þúsund vinnufærir einstaklingar hafa enga daglega launavinnu. Eðlilega velta margir því fyrir sér hverju það sæti. Í þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka, sem birt var á þriðjudaginn, er að finna forvitnilegar vangaveltur sem bregða ljósi á málið. Þar segir að aukinni vinnuaflsþörf við stóriðjuframkvæmdirnar hafi að miklu leyti verið mætt með innfluttu vinnuafli. Þess vegna hafi ekki skapast störf fyrir Íslendinga. Þá geri öflugar vinnuvélar og tækjabúnaður við framkvæmdirnar það að verkum að ekki sé þörf á jafn mörgum starfsmönnum og áður við sambærileg verkefni. Þessu til viðbótar telja sérfræðingar Íslandsbanka að við upphaf núverandi vaxtarskeiðs í efnahagslífinu hafi verið um að ræða allmikla vannýtta framleiðslugetu innan fyrirtækjanna. Það þýðir með öðrum orðum að um falið atvinnuleysi hafi verið að ræða. Fyrirtækin hafi ekki sagt upp starfsfólki þó að not fyrir það hafi verið lítil eða takmörkuð. Loks er bent á að ör þróun í upplýsingatækni kunni að skýra minni þörf fyrir vinnuafl. Allt eru þetta skynsamlegar ábendingar og umhugsunarverðar. Þær segja okkur að breytingar á atvinnulífinu sem áður tryggðu aukna atvinnu gera það ekki lengur. Ekki er það að öllu leyti vond þróun því hún þýðir að við getum aukið hagvöxt og bætt heildarlífskjörin án þess að þjóðfélagið lendi í vítahring verðbólgu eins og fyrr á árum. En þessi þróun vekur upp spurningar um verkefni fyrir þá sem eru atvinnulausir til lengri tíma. Eitthvert atvinnuleysi er eðlilegt og tímabundnar sveiflur í atvinnustigi þurfa ekki endilega að vera sérstakt áhyggjuefni. Það sem menn hljóta að staldra við sérstaklega núna er hve sá hópur sem hefur verið atvinnulaus í eitt ár eða lengur er orðinn fjölmennur. Hann telur nú á áttunda hundrað manns. Margir þessara atvinnuleysingja eru búnir hæfileikum og reynslu sem þjóðfélagið þarf að geta nýtt með einhverjum hætti. Í þessum hópi er margt fjölskyldufólk sem á erfitt með að láta enda ná saman í daglegu lífi vegna aðstæðna sinna. Atvinnuleysið skapar félagsleg vandamál sem eru óviðunandi fyrir okkar litla þjóðfélag. Ánægjulegu tíðindin í þjóðhagsspá Íslandsbanka eru þau orð að búast megi við að verulega dragi úr atvinnuleysi á næsta ári og þarnæsta. Það er að vísu tímabundin þróun að því er virðist en bót í máli. En ástæða er til að velta því fyrir sér hvort ekki sé með einhverjum hætti hægt að greiða götu þeirra sem ekki munu fyrirsjáanlega fá vinnu á næstu mánuðum. Getur ekki verið skynsamlegt fyrir ríki og sveitarfélög að leggja fé í markvissa ókeypis endurmenntun þessa fólks, svo sem á sviði upplýsingatækni, eða bjóða því aðrar námsleiðir og nýta þannig biðtímann á uppbyggilegan hátt? Aðgerðaleysi er versta böl hinna atvinnulausu. Eru ekki augljós hagræn rök fyrir því að verja opinberum fjármunum í námskeið og endurhæfingu atvinnulausra?
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun