Lífið

Heimanmundur Arndísar

Arndís Hrönn Egilsdóttir, leikkona, fékk miklar gersemar í arf. "Langamma mín og langafi voru mjög fínt fólk sem héldu miklar veislur. Þau eru bæði látin fyrir nokkrum árum og afi minn tilkynnti mér að langamma hefði sagt honum að ég ætti að fá stellið hennar, Royal Copenhagen Denmark stell fyrir tólf með öllu tilheyrandi. Þarna má finna eggjabikara, tvennskonar sósuskálar og súpututarínur og allt sem mögulega er hægt að hugsa sér að þurfi þegar bjóða skal fólki til matarveislu. Það sem mér finnst skemmtilegast eru einstaklingsöskubakkar sem voru settir við hvern disk, mjög sérstakir í samhengi dagsins í dag. Stellið er með brúnni rós og gylltum bryddingum. Ég kalla þetta heimanmundinn minn þar sem mér finnst þetta gera mig að sérstaklega góðum kvenkosti. "Stellið á sér langa sögu í fjölskyldu Arndísar. "Stellið hlýtur að vera frá því um miðja síðustu öld og er því orðið antík og sjálfsagt löngu hætt að framleiða það. Stellið var alveg heilt þegar ég fékk það og ég mér hefur ekki tekist að brjóta neitt þó ég sé annars mjög dugleg að brjóta hluti. Ég nota það að sjálfsögðu bara til spari og það er orðið svolítið síðan ég hélt veislu með konunglega postulíninu." Og með stellinu eru ekki allir dýrgripir Arndísar upptaldir. "Með stellinu fylgdi að sjálfsögðu silfurborðbúnaður sem þyrfti bráðum að pússa ef einhver hefur gaman af slíku." Arndís sjálf hefur nefnilega engan tíma til þess. Hún er stendur í ströngum æfingum með leikhópnum Sokkabandinu á nýrri fjölskyldutragikómedíu sem frumsýnd verður í Iðnó uppúr miðjum október.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.