Lífið

Mirale-ný verslun

Mirale er nafn á nýrri verslun sem opnuð var á miðju sumri á Grensásvegi 8. Þar getur að líta glæsilegan húsbúnað af ýmsu tagi og veggina prýða um þessar mundir málverk eftir Tolla. "Nafnið á búðinni er fengið með því að taka tvo fyrstu stafina úr nöfnum listamannanna Michelangelo, Rafael og Leonardo da Vinci," segir annar eigandinn, Jón Halldór Bergsson og brosir breitt. Eflaust hefðu þeir kappar kunnað að meta búðina hans sem geymir húsgögn, borðbúnað og gjafavöru eftir þekkta hönnuði. Jón Halldór er ekki óvanur verslunarrekstri. Rak áður verslunina Casa og heldur áfram að selja húsgögn með þekktum merkjum eins og Cassina og einnig Alessi gjafavörur og borðbúnað. Meðal þess sem athygli vekur eru skrautlegar kúastyttur í glugganum. Jón Halldór segir þær vera úr seríu sem búin var til í tilefni farandsýningarinnar Cowparade sem er á stöðugu ferðalagi um heiminn og hann vinnur að fá hingað til lands á næsta ári. Sýning Tolla stendur til 10. september og þá tekur Kjartan Guðjónsson við veggjunum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.