Gjaldeyrislánin hefðu borgað sig 31. ágúst 2004 00:01 Töluvert ódýrara hefði verið að taka lán í erlendum gjaldmiðli heldur en að taka verðtryggð íslensk lán á bestu kjörum fyrir tíu árum síðan. Þetta er niðurstaða fimm viðskiptafræðinema í Háskólanum á Bifröst. Í rannsókninni er borið saman hver afdrif láns hefðu orðið ef það hefði verið tekið árið 1994. Borið er saman hver staða þess væri hefði verið notast við bestu lánakjör á innlendum markaði og ef notast hefði verið við gjaldeyrislán. Í gjaldeyrislánum felst ákveðin gengisáhætta en engin verðtrygging. Við það bætist að vextir erlendis eru mun lægri heldur en hér á landi. Niðurstaðan er sú að á síðustu tíu árum hefði það borgað sig að taka gengisáhættuna frekar en þá áhættu sem fylgir verðtryggingunni. Lægri vextir erlendis vega upp á móti gengissveiflu. Að sögn Elvu Bjarkar Barkardóttur, eins höfundar verkefnisins, virðist sem hin nýju lánskjör bankanna, sem kynnt voru í síðustu viku með 4,4 prósent vöxtum til langs tíma með verðtryggingu, séu ekki heldur betri kostur en erlend og óverðtryggð gjaldeyrislán. Hún leggur þó áherslu á að fólk verði að geta staðist sveiflur í afborgunum vegna breytinga á gengi. Hjálmar Blöndal, sem einnig átti þátt í verkefninu, segir að helsta niðurstaða vinnuhópsins sé sú að verðbólgan á Íslandi sé há og það geri verðtryggð lán dýr. Hann segir að útlit sé fyrir að verðbólga verði áfram há á Íslandi sérstaklega vegna mikilla framkvæmda í landinu og því sé líklegt að lán í erlendri mynt verði enn um sinn hagkvæmari kostur fyrir íslenska neytendur. "Krónan virðist í nokkuð góðri stöðu og þess vegna er ljóst að okkar mati að í dag er mun hentugra að taka lán í erlendri mynt. því fylgir hins vegar sú kvöð að menn þurfa að fylgjast vel með lánunum sínum. Menn geta gert það upp við sig hvort það borgi sig að fylgjast með lánunum sínum einn dag í mánuði og greiða nokkur hundruð þúsund krónum minna í vexti," segir Hjálmar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Töluvert ódýrara hefði verið að taka lán í erlendum gjaldmiðli heldur en að taka verðtryggð íslensk lán á bestu kjörum fyrir tíu árum síðan. Þetta er niðurstaða fimm viðskiptafræðinema í Háskólanum á Bifröst. Í rannsókninni er borið saman hver afdrif láns hefðu orðið ef það hefði verið tekið árið 1994. Borið er saman hver staða þess væri hefði verið notast við bestu lánakjör á innlendum markaði og ef notast hefði verið við gjaldeyrislán. Í gjaldeyrislánum felst ákveðin gengisáhætta en engin verðtrygging. Við það bætist að vextir erlendis eru mun lægri heldur en hér á landi. Niðurstaðan er sú að á síðustu tíu árum hefði það borgað sig að taka gengisáhættuna frekar en þá áhættu sem fylgir verðtryggingunni. Lægri vextir erlendis vega upp á móti gengissveiflu. Að sögn Elvu Bjarkar Barkardóttur, eins höfundar verkefnisins, virðist sem hin nýju lánskjör bankanna, sem kynnt voru í síðustu viku með 4,4 prósent vöxtum til langs tíma með verðtryggingu, séu ekki heldur betri kostur en erlend og óverðtryggð gjaldeyrislán. Hún leggur þó áherslu á að fólk verði að geta staðist sveiflur í afborgunum vegna breytinga á gengi. Hjálmar Blöndal, sem einnig átti þátt í verkefninu, segir að helsta niðurstaða vinnuhópsins sé sú að verðbólgan á Íslandi sé há og það geri verðtryggð lán dýr. Hann segir að útlit sé fyrir að verðbólga verði áfram há á Íslandi sérstaklega vegna mikilla framkvæmda í landinu og því sé líklegt að lán í erlendri mynt verði enn um sinn hagkvæmari kostur fyrir íslenska neytendur. "Krónan virðist í nokkuð góðri stöðu og þess vegna er ljóst að okkar mati að í dag er mun hentugra að taka lán í erlendri mynt. því fylgir hins vegar sú kvöð að menn þurfa að fylgjast vel með lánunum sínum. Menn geta gert það upp við sig hvort það borgi sig að fylgjast með lánunum sínum einn dag í mánuði og greiða nokkur hundruð þúsund krónum minna í vexti," segir Hjálmar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira