Skriðan ekki farin af stað 30. ágúst 2004 00:01 Svo virðist sem nýir lánakostir viðskiptabankanna hafi orðið til þess að fólk íhugi nánar en áður þá möguleika sem í boði eru. Að mati Hákons Róberts Jónssonar fasteignasala er þó engin uppsveifla komin af stað í sölu eigna. "Fólk er að bíða eftir jafnvægi í þessu," segir Hákon. Hann segir að fólk sé margt smeykt við að binda sig lánum bankanna til langs tíma og vilji frekar bíða eftir viðbrögðum Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og einnig lagasetningu á Alþingi um 90 prósenta íbúðalán. Að mati Hákons er þó líklegt að meira líf færist í sölu á stærri og dýrari eignum vegna nýrra lánamöguleika bankanna. Hann á hins vegar ekki von á miklum breytingum á markaði með smærri eignir. Að mati Arnórs Sighvatssonar, aðalahagfræðings Seðlabankans, er líklegt að nýir lánamöguleikar bankanna hafi áhrif á þróun þjóðhagsstærða. "Það felast í þessu möguleikar að lækka vaxtabyrðina hjá einstaklingum. Þetta felur líka í sér aukinn möguleika á að taka eigið fé út úr íbúðarhúsnæði þar sem lánin eru ekki bundin við íbúðarkaup. Þá geta menn tekið stærra lán en það sem þeir eru að greiða upp og notað mismuninn til að fjármagna einkaneyslu eða eitthvað annað," segir Arnór. Hann segir að þessir auknu möguleikar kunni að hafa þau áhrif að aukin eftirspurn verði eftir húsnæði og þá sérstaklega stærra og dýrara húsnæði þar sem lán bankanna séu, ólíkt lánum Íbúðalánasjóðs, ekki bundin ákveðinni hámarksupphæð. Að sögn Arnórs er enn ekki vitað nægilega mikið um fjármögnunaraðferðir bankanna til að hægt sé að spá fyrir um hvort nýju lánin hafi áhrif á gengið. Hann segir þó hugsanlegt að til skamms tíma hafi lánin styrkjandi áhrif á gengið en ef aukning einkaneyslu verður mikil í kjölfarið þá muni það veikja gengið til lengri tíma litið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Svo virðist sem nýir lánakostir viðskiptabankanna hafi orðið til þess að fólk íhugi nánar en áður þá möguleika sem í boði eru. Að mati Hákons Róberts Jónssonar fasteignasala er þó engin uppsveifla komin af stað í sölu eigna. "Fólk er að bíða eftir jafnvægi í þessu," segir Hákon. Hann segir að fólk sé margt smeykt við að binda sig lánum bankanna til langs tíma og vilji frekar bíða eftir viðbrögðum Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og einnig lagasetningu á Alþingi um 90 prósenta íbúðalán. Að mati Hákons er þó líklegt að meira líf færist í sölu á stærri og dýrari eignum vegna nýrra lánamöguleika bankanna. Hann á hins vegar ekki von á miklum breytingum á markaði með smærri eignir. Að mati Arnórs Sighvatssonar, aðalahagfræðings Seðlabankans, er líklegt að nýir lánamöguleikar bankanna hafi áhrif á þróun þjóðhagsstærða. "Það felast í þessu möguleikar að lækka vaxtabyrðina hjá einstaklingum. Þetta felur líka í sér aukinn möguleika á að taka eigið fé út úr íbúðarhúsnæði þar sem lánin eru ekki bundin við íbúðarkaup. Þá geta menn tekið stærra lán en það sem þeir eru að greiða upp og notað mismuninn til að fjármagna einkaneyslu eða eitthvað annað," segir Arnór. Hann segir að þessir auknu möguleikar kunni að hafa þau áhrif að aukin eftirspurn verði eftir húsnæði og þá sérstaklega stærra og dýrara húsnæði þar sem lán bankanna séu, ólíkt lánum Íbúðalánasjóðs, ekki bundin ákveðinni hámarksupphæð. Að sögn Arnórs er enn ekki vitað nægilega mikið um fjármögnunaraðferðir bankanna til að hægt sé að spá fyrir um hvort nýju lánin hafi áhrif á gengið. Hann segir þó hugsanlegt að til skamms tíma hafi lánin styrkjandi áhrif á gengið en ef aukning einkaneyslu verður mikil í kjölfarið þá muni það veikja gengið til lengri tíma litið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira