Veljum hagkvæmt 27. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Landsátakið "Veljum íslenskt - og allir vinna", sem hófst í byrjun vikunnar, á hugmyndalega rætur að rekja til "Íslensku vikunnar" í byrjun kreppunnar á fjórða áratugnum þegar það var ríkjandi skoðun að besta leiðin til að skapa atvinnu og betri lífskjör í landinu fælist í því að þjóðin yrði sjálfri sér nóg um framleiðslu á sem flestum sviðum. Hinn erlenda gjaldeyri, sem þjóðin fékk fyrir útflutningsvörur sínar, átti aðeins að nota til "þarflegra" innkaupa að ráði hinna bestu manna. Þetta þótti boðleg speki á hagstjórnarárum hafta og styrkja en er það ekki lengur þegar öllum ætti að vera orðið ljóst að leiðin til hagsældar felst í frjálsum og óheftum viðskiptum þjóða í milli. Eru raunar fáar þjóðir jafn háðar greiðum alþjóðaviðskiptum og við Íslendingar. Athyglisvert er að litlar opinberar umræður hafa orðið um þetta framtak sem Samtök iðnaðarins, Alþýðusambandið og Bændasamtökin standa fyrir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna kallaði það "gamaldags áróður" í útvarpsviðtali en fáir aðrir hafa lagt orð í belg. Sérstaklega er tekið eftir því að stjórnmálamenn virðast ekki telja sig hafa neitt til málanna að leggja, ef undan eru skildir Framsóknarráðherrarnir tveir sem tóku þátt í að hrinda átakinu úr vör. Skýringin er líklega sú að þetta þykir óþægilegt mál og er vandmeðfarið; allir upplýstir menn vita að hagfræðin í átakinu byggir á þokukenndri hugsun en enginn getur verið á móti því yfirlýsta markmiði að draga úr atvinnuleysi í landinu og efla innlenda framleiðslu- og þjónustustarfsemi. Enginn, síst af öllum stjórnmálamenn, vill heldur láta saka sig um skort á þjóðhollustu sem segja má að sé dulbúin réttlæting átaksins. Ekki skal dregið úr mikilvægi íslenskrar framleiðslu fyrir velferð þjóðarinnar. Rekja má um fimmtung verðmætasköpunar í landinu til íslensks iðnaðar, þaðan kemur einnig fimmtungur útflutningsteknanna og þar vinnur fimmtungur vinnufærra manna. En þessi starfsemi þrífst og dafnar við skilyrði frjáls innflutnings og alþjóðlegrar samkeppni. Hún nýtur ekki sérréttinda eða sérkjara eins og þekktist fyrr á árum. Um leið og eitthvað slíkt fer að verða á dagskrá er hættunni boðið heim. Þá eru kröfur um arðsemi og eðlilegar rekstrarforsendur ekki lengur leiðarljósið. Hættan við átak eins og "Veljum íslenskt" er einmitt sú að menn freistist til að vilja styðja ýmiss konar innlenda atvinnustarfsemi hennar sjálfrar vegna, af einhvers konar þjóðernislegum ástæðum, en ekki vegna þess að hún eigi sér raunverulegar rekstrarforsendur. Eðlilegra kjörorð neytenda er "Veljum hagkvæmt". Það er líka vænlegra til raunverulegs árangurs. Það má líka velta því fyrir sér hvort hin beina tenging átaksins við atvinnuleysi í landinu sé rétt leið til að styrkja ímynd íslenskrar atvinnustarfsemi. Atvinnuleysið er brýnt úrlausnarefni atvinnulífsins en rekstur sem stendur undir nafni þarfnast hvorki félagslegs né þjóðræknislegs stuðnings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Landsátakið "Veljum íslenskt - og allir vinna", sem hófst í byrjun vikunnar, á hugmyndalega rætur að rekja til "Íslensku vikunnar" í byrjun kreppunnar á fjórða áratugnum þegar það var ríkjandi skoðun að besta leiðin til að skapa atvinnu og betri lífskjör í landinu fælist í því að þjóðin yrði sjálfri sér nóg um framleiðslu á sem flestum sviðum. Hinn erlenda gjaldeyri, sem þjóðin fékk fyrir útflutningsvörur sínar, átti aðeins að nota til "þarflegra" innkaupa að ráði hinna bestu manna. Þetta þótti boðleg speki á hagstjórnarárum hafta og styrkja en er það ekki lengur þegar öllum ætti að vera orðið ljóst að leiðin til hagsældar felst í frjálsum og óheftum viðskiptum þjóða í milli. Eru raunar fáar þjóðir jafn háðar greiðum alþjóðaviðskiptum og við Íslendingar. Athyglisvert er að litlar opinberar umræður hafa orðið um þetta framtak sem Samtök iðnaðarins, Alþýðusambandið og Bændasamtökin standa fyrir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna kallaði það "gamaldags áróður" í útvarpsviðtali en fáir aðrir hafa lagt orð í belg. Sérstaklega er tekið eftir því að stjórnmálamenn virðast ekki telja sig hafa neitt til málanna að leggja, ef undan eru skildir Framsóknarráðherrarnir tveir sem tóku þátt í að hrinda átakinu úr vör. Skýringin er líklega sú að þetta þykir óþægilegt mál og er vandmeðfarið; allir upplýstir menn vita að hagfræðin í átakinu byggir á þokukenndri hugsun en enginn getur verið á móti því yfirlýsta markmiði að draga úr atvinnuleysi í landinu og efla innlenda framleiðslu- og þjónustustarfsemi. Enginn, síst af öllum stjórnmálamenn, vill heldur láta saka sig um skort á þjóðhollustu sem segja má að sé dulbúin réttlæting átaksins. Ekki skal dregið úr mikilvægi íslenskrar framleiðslu fyrir velferð þjóðarinnar. Rekja má um fimmtung verðmætasköpunar í landinu til íslensks iðnaðar, þaðan kemur einnig fimmtungur útflutningsteknanna og þar vinnur fimmtungur vinnufærra manna. En þessi starfsemi þrífst og dafnar við skilyrði frjáls innflutnings og alþjóðlegrar samkeppni. Hún nýtur ekki sérréttinda eða sérkjara eins og þekktist fyrr á árum. Um leið og eitthvað slíkt fer að verða á dagskrá er hættunni boðið heim. Þá eru kröfur um arðsemi og eðlilegar rekstrarforsendur ekki lengur leiðarljósið. Hættan við átak eins og "Veljum íslenskt" er einmitt sú að menn freistist til að vilja styðja ýmiss konar innlenda atvinnustarfsemi hennar sjálfrar vegna, af einhvers konar þjóðernislegum ástæðum, en ekki vegna þess að hún eigi sér raunverulegar rekstrarforsendur. Eðlilegra kjörorð neytenda er "Veljum hagkvæmt". Það er líka vænlegra til raunverulegs árangurs. Það má líka velta því fyrir sér hvort hin beina tenging átaksins við atvinnuleysi í landinu sé rétt leið til að styrkja ímynd íslenskrar atvinnustarfsemi. Atvinnuleysið er brýnt úrlausnarefni atvinnulífsins en rekstur sem stendur undir nafni þarfnast hvorki félagslegs né þjóðræknislegs stuðnings.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun