Iðnaðarmenn í sólskini 25. ágúst 2004 00:01 Anna Sigríður Helgadóttir söngkona, segist vera heppnasta manneskja í heimi, því hún sér lífið líða hjá glugganum sínum á hverjum morgni. "Útsýnið úr glugganum í vinnuherberginu mínu er fjölbreytt og yndislegt. Fyrst ber að geta þess að ég sé Esjuna bera við himinn og kíki á hana á hverjum morgni til að vita hvernig dagurinn muni verða, hvernig litirnir eru og skýjafarið. Svo tek ég veðrið, er komin með hitamælinn sem ég fékk í sumargjöf út í gluggann og athuga hitastigið og gang himintunglanna. Næst tékka ég á því hvaða skip eru í slipp. Ég bý á Mýrargötu og húsið er alveg við slippinn. Ég á ættir til sjómanna eins og flestir, bræður mínir voru til sjós og mig langaði líka en það var hlegið að mér þegar ég sótti um. Svo auðvitað hef ég áhuga á skipum. Líkamsræktarstöðin sem ég fer í er í næsta húsi og heitir Slippurinn. Það er frábært að sjá fólk fara inn í líkamsræktarstöðina, svolítið sjúskað og niðurlútt, og koma svo út eins og nýútsprungnar rósir, ekki ósvipað skipunum í slippnum. Strákarnir í vinnugöllunum eru ekki amaleg sjón í góða veðrinu, fátt jafnast á við iðnaðarmenn í sólskini. Ég held að ég sé með lánsamari manneskjum í heimi að eiga heima á svona yndislegum stað og sjá svona líflegt mannlíf á hverjum morgni." Anna Sigga segist ekki raula neitt fyrir munni sér þegar hún nýtur útsýnisins. "Það þarf ekki að bæta neinu við þessa senu því það er músík í þessu öllu." Hús og heimili Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Anna Sigríður Helgadóttir söngkona, segist vera heppnasta manneskja í heimi, því hún sér lífið líða hjá glugganum sínum á hverjum morgni. "Útsýnið úr glugganum í vinnuherberginu mínu er fjölbreytt og yndislegt. Fyrst ber að geta þess að ég sé Esjuna bera við himinn og kíki á hana á hverjum morgni til að vita hvernig dagurinn muni verða, hvernig litirnir eru og skýjafarið. Svo tek ég veðrið, er komin með hitamælinn sem ég fékk í sumargjöf út í gluggann og athuga hitastigið og gang himintunglanna. Næst tékka ég á því hvaða skip eru í slipp. Ég bý á Mýrargötu og húsið er alveg við slippinn. Ég á ættir til sjómanna eins og flestir, bræður mínir voru til sjós og mig langaði líka en það var hlegið að mér þegar ég sótti um. Svo auðvitað hef ég áhuga á skipum. Líkamsræktarstöðin sem ég fer í er í næsta húsi og heitir Slippurinn. Það er frábært að sjá fólk fara inn í líkamsræktarstöðina, svolítið sjúskað og niðurlútt, og koma svo út eins og nýútsprungnar rósir, ekki ósvipað skipunum í slippnum. Strákarnir í vinnugöllunum eru ekki amaleg sjón í góða veðrinu, fátt jafnast á við iðnaðarmenn í sólskini. Ég held að ég sé með lánsamari manneskjum í heimi að eiga heima á svona yndislegum stað og sjá svona líflegt mannlíf á hverjum morgni." Anna Sigga segist ekki raula neitt fyrir munni sér þegar hún nýtur útsýnisins. "Það þarf ekki að bæta neinu við þessa senu því það er músík í þessu öllu."
Hús og heimili Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira