Baðherberginu breytt 23. ágúst 2004 00:01 "Ef um umfangsmiklar breytingar er að ræða ráðleggjum við fólki að verða sér út um grunmynd af baðherberginu þar sem kemur fram meðal annars staðsetning hurðar og glugga sem er ansi mikilvægt fyrir skipulagið," segja þær Helga Nína og Hulda sem aðstoða viðskiptavini sína við alla hugmyndavinnu og val. "Það sem skiptir miklu máli er að fólk velji vel svo allt falli að sama stílnum, bæði inn á baðherberginu og útfrá öðru í húsinu. Samspil margra hluta er um að ræða og skiptir máli að allt fari vel saman," segja þær. "Hérna áður fyrr var úrvalið ekki mikið en nú er það endalaust og í raun hrein unun að koma og skoða allt það sem er til því hönnun á þessum hlutum hefur fleygt svo mikið fram. Efnin sem vörurnar eru unnar úr er orðið víðtækara og eru flest baðkör í mörgum stærðum sem auðvelt er að þrífa og þægilegt að liggja í," segja Helga Nína og Hulda sem benda á að hjá BYKO sér fagfólk um allt vöruval og vöruþróun og þar á meðal innanhússarkitekt, enda gerir fólk í dag miklar kröfur til baðherbergisins. "Við sjáum það í nýjum húsum að fólk er farið að hafa baðherbergið stórt og vill hafa þar meiri lúxus. Mikið hefur aukist að heitir pottar séu í görðum fólks og þá jafnvel gengið út að pottinum úr baðherberginum og þannig stækkar hlutverk þess," segja þær og telja baðherbergið stað þar sem fólk vill láta sér líða vel. Hinsvegar býður ekki allt húsnæði upp á mikið rými og að jafnaði er fólk með baðherbergi sem er svona 4 til 6 fermbetrar. "Fólk getur auðvitað látið sér detta hvað sem er í hug en það verður að sjálfsögðu að vera með raunhæfar hugmyndir og það verður að vinna innan þess ramma sem rýmið býður upp á. En góður undirbúningur er allt sem þarf og með réttri skipulagsvinnu er hægt að gera ótrúlegustu hluti," segja Helga Nína og Hulda. "Það er hægt að gera nánast hvað sem er og um að gera að gefa sér bara góðan tíma til að skoða möguleikana vel," segja þær Hulda I. Skúladóttir og Helga Nína Aas tækniteiknarar innréttingadeildar BYKO í Breiddinni þegar kemur að því að breyta eða bæta baðherberginu. "Til þess að fá það sem maður vill getur forsjárhyggja skipt máli og mælum við með því að ákvarðanir séu teknar um útlit og hönnun baðherbergisins áður en allt er rifið út," segja þær því það tekur tíma að velja úr því mikla úrvali sem býðst auk þess sem sumt þarf að sérpanta og því ekki ráðlegt að klára málin á einum degi. Hús og heimili Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
"Ef um umfangsmiklar breytingar er að ræða ráðleggjum við fólki að verða sér út um grunmynd af baðherberginu þar sem kemur fram meðal annars staðsetning hurðar og glugga sem er ansi mikilvægt fyrir skipulagið," segja þær Helga Nína og Hulda sem aðstoða viðskiptavini sína við alla hugmyndavinnu og val. "Það sem skiptir miklu máli er að fólk velji vel svo allt falli að sama stílnum, bæði inn á baðherberginu og útfrá öðru í húsinu. Samspil margra hluta er um að ræða og skiptir máli að allt fari vel saman," segja þær. "Hérna áður fyrr var úrvalið ekki mikið en nú er það endalaust og í raun hrein unun að koma og skoða allt það sem er til því hönnun á þessum hlutum hefur fleygt svo mikið fram. Efnin sem vörurnar eru unnar úr er orðið víðtækara og eru flest baðkör í mörgum stærðum sem auðvelt er að þrífa og þægilegt að liggja í," segja Helga Nína og Hulda sem benda á að hjá BYKO sér fagfólk um allt vöruval og vöruþróun og þar á meðal innanhússarkitekt, enda gerir fólk í dag miklar kröfur til baðherbergisins. "Við sjáum það í nýjum húsum að fólk er farið að hafa baðherbergið stórt og vill hafa þar meiri lúxus. Mikið hefur aukist að heitir pottar séu í görðum fólks og þá jafnvel gengið út að pottinum úr baðherberginum og þannig stækkar hlutverk þess," segja þær og telja baðherbergið stað þar sem fólk vill láta sér líða vel. Hinsvegar býður ekki allt húsnæði upp á mikið rými og að jafnaði er fólk með baðherbergi sem er svona 4 til 6 fermbetrar. "Fólk getur auðvitað látið sér detta hvað sem er í hug en það verður að sjálfsögðu að vera með raunhæfar hugmyndir og það verður að vinna innan þess ramma sem rýmið býður upp á. En góður undirbúningur er allt sem þarf og með réttri skipulagsvinnu er hægt að gera ótrúlegustu hluti," segja Helga Nína og Hulda. "Það er hægt að gera nánast hvað sem er og um að gera að gefa sér bara góðan tíma til að skoða möguleikana vel," segja þær Hulda I. Skúladóttir og Helga Nína Aas tækniteiknarar innréttingadeildar BYKO í Breiddinni þegar kemur að því að breyta eða bæta baðherberginu. "Til þess að fá það sem maður vill getur forsjárhyggja skipt máli og mælum við með því að ákvarðanir séu teknar um útlit og hönnun baðherbergisins áður en allt er rifið út," segja þær því það tekur tíma að velja úr því mikla úrvali sem býðst auk þess sem sumt þarf að sérpanta og því ekki ráðlegt að klára málin á einum degi.
Hús og heimili Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira