Baðherberginu breytt 23. ágúst 2004 00:01 "Ef um umfangsmiklar breytingar er að ræða ráðleggjum við fólki að verða sér út um grunmynd af baðherberginu þar sem kemur fram meðal annars staðsetning hurðar og glugga sem er ansi mikilvægt fyrir skipulagið," segja þær Helga Nína og Hulda sem aðstoða viðskiptavini sína við alla hugmyndavinnu og val. "Það sem skiptir miklu máli er að fólk velji vel svo allt falli að sama stílnum, bæði inn á baðherberginu og útfrá öðru í húsinu. Samspil margra hluta er um að ræða og skiptir máli að allt fari vel saman," segja þær. "Hérna áður fyrr var úrvalið ekki mikið en nú er það endalaust og í raun hrein unun að koma og skoða allt það sem er til því hönnun á þessum hlutum hefur fleygt svo mikið fram. Efnin sem vörurnar eru unnar úr er orðið víðtækara og eru flest baðkör í mörgum stærðum sem auðvelt er að þrífa og þægilegt að liggja í," segja Helga Nína og Hulda sem benda á að hjá BYKO sér fagfólk um allt vöruval og vöruþróun og þar á meðal innanhússarkitekt, enda gerir fólk í dag miklar kröfur til baðherbergisins. "Við sjáum það í nýjum húsum að fólk er farið að hafa baðherbergið stórt og vill hafa þar meiri lúxus. Mikið hefur aukist að heitir pottar séu í görðum fólks og þá jafnvel gengið út að pottinum úr baðherberginum og þannig stækkar hlutverk þess," segja þær og telja baðherbergið stað þar sem fólk vill láta sér líða vel. Hinsvegar býður ekki allt húsnæði upp á mikið rými og að jafnaði er fólk með baðherbergi sem er svona 4 til 6 fermbetrar. "Fólk getur auðvitað látið sér detta hvað sem er í hug en það verður að sjálfsögðu að vera með raunhæfar hugmyndir og það verður að vinna innan þess ramma sem rýmið býður upp á. En góður undirbúningur er allt sem þarf og með réttri skipulagsvinnu er hægt að gera ótrúlegustu hluti," segja Helga Nína og Hulda. "Það er hægt að gera nánast hvað sem er og um að gera að gefa sér bara góðan tíma til að skoða möguleikana vel," segja þær Hulda I. Skúladóttir og Helga Nína Aas tækniteiknarar innréttingadeildar BYKO í Breiddinni þegar kemur að því að breyta eða bæta baðherberginu. "Til þess að fá það sem maður vill getur forsjárhyggja skipt máli og mælum við með því að ákvarðanir séu teknar um útlit og hönnun baðherbergisins áður en allt er rifið út," segja þær því það tekur tíma að velja úr því mikla úrvali sem býðst auk þess sem sumt þarf að sérpanta og því ekki ráðlegt að klára málin á einum degi. Hús og heimili Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
"Ef um umfangsmiklar breytingar er að ræða ráðleggjum við fólki að verða sér út um grunmynd af baðherberginu þar sem kemur fram meðal annars staðsetning hurðar og glugga sem er ansi mikilvægt fyrir skipulagið," segja þær Helga Nína og Hulda sem aðstoða viðskiptavini sína við alla hugmyndavinnu og val. "Það sem skiptir miklu máli er að fólk velji vel svo allt falli að sama stílnum, bæði inn á baðherberginu og útfrá öðru í húsinu. Samspil margra hluta er um að ræða og skiptir máli að allt fari vel saman," segja þær. "Hérna áður fyrr var úrvalið ekki mikið en nú er það endalaust og í raun hrein unun að koma og skoða allt það sem er til því hönnun á þessum hlutum hefur fleygt svo mikið fram. Efnin sem vörurnar eru unnar úr er orðið víðtækara og eru flest baðkör í mörgum stærðum sem auðvelt er að þrífa og þægilegt að liggja í," segja Helga Nína og Hulda sem benda á að hjá BYKO sér fagfólk um allt vöruval og vöruþróun og þar á meðal innanhússarkitekt, enda gerir fólk í dag miklar kröfur til baðherbergisins. "Við sjáum það í nýjum húsum að fólk er farið að hafa baðherbergið stórt og vill hafa þar meiri lúxus. Mikið hefur aukist að heitir pottar séu í görðum fólks og þá jafnvel gengið út að pottinum úr baðherberginum og þannig stækkar hlutverk þess," segja þær og telja baðherbergið stað þar sem fólk vill láta sér líða vel. Hinsvegar býður ekki allt húsnæði upp á mikið rými og að jafnaði er fólk með baðherbergi sem er svona 4 til 6 fermbetrar. "Fólk getur auðvitað látið sér detta hvað sem er í hug en það verður að sjálfsögðu að vera með raunhæfar hugmyndir og það verður að vinna innan þess ramma sem rýmið býður upp á. En góður undirbúningur er allt sem þarf og með réttri skipulagsvinnu er hægt að gera ótrúlegustu hluti," segja Helga Nína og Hulda. "Það er hægt að gera nánast hvað sem er og um að gera að gefa sér bara góðan tíma til að skoða möguleikana vel," segja þær Hulda I. Skúladóttir og Helga Nína Aas tækniteiknarar innréttingadeildar BYKO í Breiddinni þegar kemur að því að breyta eða bæta baðherberginu. "Til þess að fá það sem maður vill getur forsjárhyggja skipt máli og mælum við með því að ákvarðanir séu teknar um útlit og hönnun baðherbergisins áður en allt er rifið út," segja þær því það tekur tíma að velja úr því mikla úrvali sem býðst auk þess sem sumt þarf að sérpanta og því ekki ráðlegt að klára málin á einum degi.
Hús og heimili Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira