Ætla að vera inni á topp tíu 21. ágúst 2004 00:01 Tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon er mættur til Aþenu og hann hefur keppni í tugþrautinni í dag. Jón Arnar er kominn á seinni stig síns ferils og Ólympíuleikarnir í Aþenu verða hans síðustu leikar. Það var gott hljóð í Jón Arnari þegar við hittum hann í blíðunni í Ólympíuþorpinu. „Ég er í mjög fínu standi. Ég hef ekkert verið meiddur í langan tíma, sem er alveg frábært. Það er mikill kostur að geta loksins mætt á mót án þess að vera að glíma við einhver meiðsli,“ sagði Jón Arnar en hann mætti síðast á stórmót algjörlega heill heilsu árið 1998 þannig að það var kominn tími á að lukkan léki aðeins við hann. „Það fór heldur betur að halla undan fæti eftir það,“ sagði Jón Arnar kíminn. Alls taka 42 keppendur þátt í tugþrautinni og Jón Arnar hefur sett sér skýr markmið fyrir leikana. „Ég væri mjög ánægður með tíunda sætið og tel það vera raunhæft. Allt fyrir ofan það væri síðan bónus,“ sagði Jón Arnar, sem hefur átt í nokkrum vandræðum með klára þrautir á stórmótum síðustu ár. Ætli eitt af takmörkunum í Aþenu sé að komast loks í gegnum heila þraut? „Það hefur verið helst út af þessum blessuðu meiðslum sem hafa alltaf verið að spilla fyrir. Nú er ekkert þannig í gangi og það er í rauninni ekkert mál að klára þraut þegar maður er heill og því stefni ég ótrauður á að klára þetta mót,“ sagði Jón Arnar, sem er ánægður með hvernig undirbúningur fyrir mótið hefur gengið. „Æfingarnar hafa gengið rosalega vel, þetta hefur allt verið að koma núna síðustu vikuna svo að þetta lítur bara vel út.“ Eins og áður segir verða þetta síðustu ólympíuleikar Jóns Arnars en hann er samt ekkert á því að hætta strax öllu sprikli. „Ef mér gengur vel núna kemst ég inn á EM innanhúss og það væri gaman að taka það því mér hefur alltaf gengið vel á innahússmótunum. Eftir það fer ég kannski aðeins að slaka á,“ sagði Jón og brosti breitt. Eins og svo oft áður er Jón Arnar búinn að safna myndarlegu skeggi fyrir stórmót. Eftirminnilegt er þegar hann litaði skeggið í íslensku fánalitunum á ÓL í Atlanta 1996 en ætlar hann að endurtaka leikinn núna? „Nei, það var svo helvíti vont á bragðið að ég geri það ekki aftur. Ég mun annað hvort mæta til leiks með þetta skegg eða ég raka allt af. Bæði skeggið og hárið. Það er aldrei að vita hverju ég tek upp á,“ sagði Jón Arnar Magnússon glaðbeittur. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Sjá meira
Tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon er mættur til Aþenu og hann hefur keppni í tugþrautinni í dag. Jón Arnar er kominn á seinni stig síns ferils og Ólympíuleikarnir í Aþenu verða hans síðustu leikar. Það var gott hljóð í Jón Arnari þegar við hittum hann í blíðunni í Ólympíuþorpinu. „Ég er í mjög fínu standi. Ég hef ekkert verið meiddur í langan tíma, sem er alveg frábært. Það er mikill kostur að geta loksins mætt á mót án þess að vera að glíma við einhver meiðsli,“ sagði Jón Arnar en hann mætti síðast á stórmót algjörlega heill heilsu árið 1998 þannig að það var kominn tími á að lukkan léki aðeins við hann. „Það fór heldur betur að halla undan fæti eftir það,“ sagði Jón Arnar kíminn. Alls taka 42 keppendur þátt í tugþrautinni og Jón Arnar hefur sett sér skýr markmið fyrir leikana. „Ég væri mjög ánægður með tíunda sætið og tel það vera raunhæft. Allt fyrir ofan það væri síðan bónus,“ sagði Jón Arnar, sem hefur átt í nokkrum vandræðum með klára þrautir á stórmótum síðustu ár. Ætli eitt af takmörkunum í Aþenu sé að komast loks í gegnum heila þraut? „Það hefur verið helst út af þessum blessuðu meiðslum sem hafa alltaf verið að spilla fyrir. Nú er ekkert þannig í gangi og það er í rauninni ekkert mál að klára þraut þegar maður er heill og því stefni ég ótrauður á að klára þetta mót,“ sagði Jón Arnar, sem er ánægður með hvernig undirbúningur fyrir mótið hefur gengið. „Æfingarnar hafa gengið rosalega vel, þetta hefur allt verið að koma núna síðustu vikuna svo að þetta lítur bara vel út.“ Eins og áður segir verða þetta síðustu ólympíuleikar Jóns Arnars en hann er samt ekkert á því að hætta strax öllu sprikli. „Ef mér gengur vel núna kemst ég inn á EM innanhúss og það væri gaman að taka það því mér hefur alltaf gengið vel á innahússmótunum. Eftir það fer ég kannski aðeins að slaka á,“ sagði Jón og brosti breitt. Eins og svo oft áður er Jón Arnar búinn að safna myndarlegu skeggi fyrir stórmót. Eftirminnilegt er þegar hann litaði skeggið í íslensku fánalitunum á ÓL í Atlanta 1996 en ætlar hann að endurtaka leikinn núna? „Nei, það var svo helvíti vont á bragðið að ég geri það ekki aftur. Ég mun annað hvort mæta til leiks með þetta skegg eða ég raka allt af. Bæði skeggið og hárið. Það er aldrei að vita hverju ég tek upp á,“ sagði Jón Arnar Magnússon glaðbeittur.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Sjá meira