Sport

Baulað á Bandaríkjamenn

Bandarískir íþróttamenn fá vænan skerf af bauli á Ólympíuleikunum en er þó tekið fagnandi utan vallar. Utanríkisstefna Bandaríkjamanna virðist vera ein stærsta ástæðan fyrir þessu. Var íþróttamönnum ráðlagt að vera ekki í fatnaði merktum sínu heimalandi og reyna að láta lítið fyrir sér fara hvað það snertir. Athygli vakti að sumir sáu sér ekki fært að mæta, öryggis síns vegna. Þar á meðal var Ray Allen körfuknattleiksmaður, sem gaf ekki kost á sér í Draumaliðið. Hástökkvarinn Matt Hemingway var ekki par hrifinn af uppátækinu. "Allir sem segjast ekki geta komist af öryggisástæðum ætluðu hvort eð er aldrei að koma. Fyrst fólk er að hætta lífi sínu í Írak þá er það minnsta sem við getum gert að vera fulltrúar okkar þjóðar á Ólympíuleikunum," sagði Hemingway.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×