Sport

Standandi Slóvenar

Nokkur fjöldi Íslendinga er staddur í Aþenu til þess að fylgjast með Ólympíuleikunum. Meirihluti þeirra var mættur í Pavilion-höllina í fyrradag til þess að fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu leika gegn því slóvenska. Slóvenar eru klárlega með einhverju bestu handboltaáhorfendur í heimi og þeir voru svona helmingi fleiri en Íslendingarnir í Pavilion. Slóvenarnir standa ávallt er þeir hvetja sitt lið og engu líkara var en þeir væru á heimavelli, slík voru lætin. Íslenska áhorfendurnir hópuðu sig síðan saman í síðari hálfleik og létu kröftuglega í sér heyra allt til leiksloka. Eftir því sem leið á leikinn dró úr söngmætti Slóvena og lítið annað en Ísland, Ísland heyrðist síðustu mínútur leiksins. Íslenskir sjónvarpsáhorfendur fengu ekki að njóta stríðsdansins sem íslensku áhorfendurnir stigu í leikslok því þeir sátu í sömu stúku og sjónvarpsvélarnar eru. Vonandi að þetta ágæta fólk verði "réttu" megin í næsta leik og flaggi íslenska fánanum áberandi framan í heiminn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×