Sport

Draumaliðið gerir í buxurnar

Bandaríska "Draumaliðið" í körfuknattleik hefur valdið miklum vonbrigðum á Ólympíuleikunum í Aþenu. Liðið tapaði fyrsta leik sínum gegn Púertó Ríkó og rétt marði Grikki, 77-71. Fjölmiðlar vestra hafa farið hörðum orðum um leik liðsins og staðhæfa að ekki sé nóg að vera í dýrum íþróttaklæðnaði og flottustu Nike-skónum en geta svo ekki skotið stökkskoti. Skotnýting Draumaliðsins er með eindæmum léleg og þá sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna en liðið nýtti aðeins sjö af 45 tilraunum í leikjunum tveimur. Ljóst er að einstaklingshyggjan, sem hefur tröllriðið NBA-deildinni árum saman, er greinilega ekki að ganga upp og mun Draumaliðið ekki eiga mikla möguleika í sterka liðsheild Litháa og Argentínumanna ef þjálfarinn Larry Brown gerir ekki einhverjar róttækar breytingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×