Samfélag stjarnanna 13. október 2005 14:32 Ólympíuleikar Ólympíuþorpið í Aþenu er fyrir margra hluta sakir merkilegur staður. Þar búa hátt í 20 þúsund manns á meðan leikarnir fara fram – bæði íþróttamenn og fararstjórar. Þorpið var byggt sérstaklega fyrir Ólympíuleikana en að þeim loknum verða íbúðirnar á svæðinu seldar til fátækra heimamanna fyrir lága upphæð. Eitt af því sem einkennir þorpið er eitthvert stærsta matartjald sem sett hefur verið upp á svæðinu en í því geta matast allt að 10 þúsund manns í einu. Það er með hreinum ólíkindum að koma inn í þetta tjald því magnið af mat sem er í boði er svakalegt. Fjölbreytnin er einnig með ólíkindum en meðal annars er hægt að fá grískan, asískan, indverskan, mexíkóskan og ítalskan mat á svæðinu og svo er McDonald’s einnig með bás á svæðinu. Hvað annað. Hér er aðeins fátt eitt nefnt því þarna er hægt að fá allt milli himins og jarðar og er tjaldið opið allan sólarhringinn. Ástæðan fyrir þessari fjölbreytni er sú að íþróttamennirnir mega ekki fá leið á matnum en þeir þurfa flestir að dvelja ansi lengi í þorpinu. Margvísleg afþreying Íþróttamennirnir hafa líka úr margvíslegri afþreyingu að ráða en á svæðinu er að finna kvikmyndahús, æfingasali, frjálsíþróttavöll og sundlaug. Svo er íslenski hópurinn einnig með veglegt bókasafn frá Eddu sem reyndar var lítið notað þegar blaðamaður Fréttablaðsins kíkti í heimsókn. Það á eflaust eftir að breytast þegar líður á leikana. Það var mjög skrítin tilfinning að ganga um götur þorpsins og mæta öllu þessa íþróttafólki frá svo mörgum löndum. Stjörnurnar ganga um göturnar án þess að verða fyrir ónæði en blaðamönnum er meinað að ræða við þá og taka myndir í sjálfu þorpinu. Ísraelsmenn búa nálægt íslenska íþróttafólkinu og þar er allt girt af og gríðarleg öryggisgæsla í kringum ísraelska liðið. Svo er þorpið varið með vopnuðum vörðum og flugskeytapöllum sem eru staðsettir hringinn í kringum þorpið. Flest húsin eru vel skreytt með fánum þeirra landa sem búa í hverju húsi og strætó gengur á 3 mínútna fresti þannig að fólkið er fljótt að koma sér á milli staða. Það er samt ljóst að Grikkirnar voru á síðustu stundu með að klára þorpið því það á eftir að sletta málningu á einhverja veggi og svo er ekkert gras á lóðunum, sem gefur þorpinu mjög sérstaka ásýnd. Huggulegar vistarverur Vistarverur íslenska hópsins eru ákaflega huggulegar og vinalegar. Fjórar íbúðir í húsi með þrem til fjórum ágætum herbergjum. Síðan stofa með svölum. Var ekki annað að sjá en það færi ákaflega vel um alla. ÍSÍ og þjálfarar hafa síðan myndbandaaðstöðu í sama húsi og Danir og þar er einnig aðstaða fyrir sjúkraþjálfara og nuddara sem þurfa að huga að íþróttafólkinu. Í raun hefur okkar fólk allt til alls í þorpinu og þeir sem blaðamaður spurði sögðust ekki hafa yfir neinu að kvarta. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, er aðalfararstjóri íslenska hópsins. Hann hefur farið á marga ólympíuleika og því lá beinast við að spyrja hann að því hvernig þessi aðstaða væri samanborin við aðstöðuna á fyrri leikum. „Mér finnst þetta þorp til að mynda ekkert síðra en í Sydney. Þetta er mjög gott ólympíuþorp og alveg til fyrirmyndar og nánast allt hefur staðist hjá Grikkjunum. Við höfum rekist á smá hnökra með rútur og annað en það hefur allt leyst á endanum. Okkur líður mjög vel hérna,“ sagði Stefán og brosti í kampinn. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Ólympíuleikar Ólympíuþorpið í Aþenu er fyrir margra hluta sakir merkilegur staður. Þar búa hátt í 20 þúsund manns á meðan leikarnir fara fram – bæði íþróttamenn og fararstjórar. Þorpið var byggt sérstaklega fyrir Ólympíuleikana en að þeim loknum verða íbúðirnar á svæðinu seldar til fátækra heimamanna fyrir lága upphæð. Eitt af því sem einkennir þorpið er eitthvert stærsta matartjald sem sett hefur verið upp á svæðinu en í því geta matast allt að 10 þúsund manns í einu. Það er með hreinum ólíkindum að koma inn í þetta tjald því magnið af mat sem er í boði er svakalegt. Fjölbreytnin er einnig með ólíkindum en meðal annars er hægt að fá grískan, asískan, indverskan, mexíkóskan og ítalskan mat á svæðinu og svo er McDonald’s einnig með bás á svæðinu. Hvað annað. Hér er aðeins fátt eitt nefnt því þarna er hægt að fá allt milli himins og jarðar og er tjaldið opið allan sólarhringinn. Ástæðan fyrir þessari fjölbreytni er sú að íþróttamennirnir mega ekki fá leið á matnum en þeir þurfa flestir að dvelja ansi lengi í þorpinu. Margvísleg afþreying Íþróttamennirnir hafa líka úr margvíslegri afþreyingu að ráða en á svæðinu er að finna kvikmyndahús, æfingasali, frjálsíþróttavöll og sundlaug. Svo er íslenski hópurinn einnig með veglegt bókasafn frá Eddu sem reyndar var lítið notað þegar blaðamaður Fréttablaðsins kíkti í heimsókn. Það á eflaust eftir að breytast þegar líður á leikana. Það var mjög skrítin tilfinning að ganga um götur þorpsins og mæta öllu þessa íþróttafólki frá svo mörgum löndum. Stjörnurnar ganga um göturnar án þess að verða fyrir ónæði en blaðamönnum er meinað að ræða við þá og taka myndir í sjálfu þorpinu. Ísraelsmenn búa nálægt íslenska íþróttafólkinu og þar er allt girt af og gríðarleg öryggisgæsla í kringum ísraelska liðið. Svo er þorpið varið með vopnuðum vörðum og flugskeytapöllum sem eru staðsettir hringinn í kringum þorpið. Flest húsin eru vel skreytt með fánum þeirra landa sem búa í hverju húsi og strætó gengur á 3 mínútna fresti þannig að fólkið er fljótt að koma sér á milli staða. Það er samt ljóst að Grikkirnar voru á síðustu stundu með að klára þorpið því það á eftir að sletta málningu á einhverja veggi og svo er ekkert gras á lóðunum, sem gefur þorpinu mjög sérstaka ásýnd. Huggulegar vistarverur Vistarverur íslenska hópsins eru ákaflega huggulegar og vinalegar. Fjórar íbúðir í húsi með þrem til fjórum ágætum herbergjum. Síðan stofa með svölum. Var ekki annað að sjá en það færi ákaflega vel um alla. ÍSÍ og þjálfarar hafa síðan myndbandaaðstöðu í sama húsi og Danir og þar er einnig aðstaða fyrir sjúkraþjálfara og nuddara sem þurfa að huga að íþróttafólkinu. Í raun hefur okkar fólk allt til alls í þorpinu og þeir sem blaðamaður spurði sögðust ekki hafa yfir neinu að kvarta. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, er aðalfararstjóri íslenska hópsins. Hann hefur farið á marga ólympíuleika og því lá beinast við að spyrja hann að því hvernig þessi aðstaða væri samanborin við aðstöðuna á fyrri leikum. „Mér finnst þetta þorp til að mynda ekkert síðra en í Sydney. Þetta er mjög gott ólympíuþorp og alveg til fyrirmyndar og nánast allt hefur staðist hjá Grikkjunum. Við höfum rekist á smá hnökra með rútur og annað en það hefur allt leyst á endanum. Okkur líður mjög vel hérna,“ sagði Stefán og brosti í kampinn.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira