Sport

Opnunarhátíðin tókst vel

Tuttugustu og áttundu Ólympíuleikarnir voru settir í Aþenu í gærkvöldi. Opnunarhátíðin þótti takast sérstaklega vel en Björk Guðmundsdóttir fór með stórt hlutverk. Skuggi lyfjahneykslis hvílir yfir grísku þjóðinni en tvær helstu vonarstjörnur Grikkja í frjálsum íþróttum liggja undir grun um að misnota ólögleg efni. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir varð 31. í 100 metra flugsundi kvenna í morgun og hefur því lokið keppni í þessarri grein. Íslenska karlalandsliðið í handbolta keppir svo síðar í dag við Króata, núverandi heimsmeistara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×