Líður vel í Þingholtunum 13. ágúst 2004 00:01 Uppáhaldshúsið húsið hans Guðjóns Davíðs Karlssonar leiklistarnema, betur þekktur sem Gói, er húsið sem hann býr í á Bergstaðarstrætinu. "Mér finnst húsið mjög notalegt og þar er bara svo gott að vera, úti er góður garður og alltaf sól. Foreldrar mínir búa í þessu húsi og bý ég í kjallaranum og þangað niður kemur alltaf ljómandi góður ilmur úr eldhúsinu. Ég nota þá tækifærið og fer upp að borða til þeirra og það finnst mér alveg yndislegt. Svo er dásamlegt að sitja úti í garðinum og hlusta á fuglasönginn og ég tala nú ekki um eins og veðrið er búið að vera undanfarna daga," segir hann. Gói segist alltaf hafa búið á svæði 101 og líkað það vel. "Það má eiginlega segja að uppáhaldshúsin mín séu öll hérna í kring. Mér finnst Þingholtin frábær staður sem virkilega gott er á búa á. Maður finnur hvorki fyrir flug- né bílaumferð á svæðinu þó maður sé bæði í nálægð við stórar umferðargötur og Reykjavíkurflugvöll. Hér er líka gróðursælt og hefur maður á tilfinningunni að maður búi í útlöndum innan um öll þessi háu tré. Það er auðvitað draumurinn að eignast hús á þessum slóðum en þangað til ég klára skólann er gott að búa hjá mömmu og pabba," segir hann. Þessa dagana standa yfir sýningar á söngleiknum Hárinu en í henni leikur Gói stórt hlutverk. "Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef orðið vitni að, það er þvílík stemming á hverri einustu sýningu. Fólk tekur undir og rýkur á fætur í lokin og fagnar þannig að maður er bara djúpt snortinn. Allir virðast skemmta sér mjög vel og þar með er takmarkinu náð. Nú svo er ég nýbyrjaður aftur í skólanum eftir sumarfrí og erum við að æfa fyrir sýningar á leikritinu Draumur á Jónsmessunótt eftir Shakespeare, sem á að frumsýna í byrjun október, " segir hann. halldora@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Fleiri fréttir Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Sjá meira
Uppáhaldshúsið húsið hans Guðjóns Davíðs Karlssonar leiklistarnema, betur þekktur sem Gói, er húsið sem hann býr í á Bergstaðarstrætinu. "Mér finnst húsið mjög notalegt og þar er bara svo gott að vera, úti er góður garður og alltaf sól. Foreldrar mínir búa í þessu húsi og bý ég í kjallaranum og þangað niður kemur alltaf ljómandi góður ilmur úr eldhúsinu. Ég nota þá tækifærið og fer upp að borða til þeirra og það finnst mér alveg yndislegt. Svo er dásamlegt að sitja úti í garðinum og hlusta á fuglasönginn og ég tala nú ekki um eins og veðrið er búið að vera undanfarna daga," segir hann. Gói segist alltaf hafa búið á svæði 101 og líkað það vel. "Það má eiginlega segja að uppáhaldshúsin mín séu öll hérna í kring. Mér finnst Þingholtin frábær staður sem virkilega gott er á búa á. Maður finnur hvorki fyrir flug- né bílaumferð á svæðinu þó maður sé bæði í nálægð við stórar umferðargötur og Reykjavíkurflugvöll. Hér er líka gróðursælt og hefur maður á tilfinningunni að maður búi í útlöndum innan um öll þessi háu tré. Það er auðvitað draumurinn að eignast hús á þessum slóðum en þangað til ég klára skólann er gott að búa hjá mömmu og pabba," segir hann. Þessa dagana standa yfir sýningar á söngleiknum Hárinu en í henni leikur Gói stórt hlutverk. "Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef orðið vitni að, það er þvílík stemming á hverri einustu sýningu. Fólk tekur undir og rýkur á fætur í lokin og fagnar þannig að maður er bara djúpt snortinn. Allir virðast skemmta sér mjög vel og þar með er takmarkinu náð. Nú svo er ég nýbyrjaður aftur í skólanum eftir sumarfrí og erum við að æfa fyrir sýningar á leikritinu Draumur á Jónsmessunótt eftir Shakespeare, sem á að frumsýna í byrjun október, " segir hann. halldora@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Fleiri fréttir Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Sjá meira