Grænt ljós frá ESA á 90% lán 12. ágúst 2004 00:01 Árni Magnússon félagsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp á Alþingi um breytingu á húsnæðislánakerfinu þannig að heimild verði til að veita lán fyrir 90 prósentum af kaupverði íbúðar. Hann segir skýrt kveðið á um 90 prósenta lánin í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkana en menn hafi viljað bíða með að leggja fram málið þar til niðurstaða fengist frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um lögmæti íslenska húsnæðislánakerfisins. "Niðurstaðan er sú að húsnæðislánakerfið eins og við höfum rekið það og miðað við þær breytingar sem við höfum kynnt standast samninginn um Evrópska efnahagssvæðið," segir Árni. Hann segir að breytingarnar sem gerðar hafi verið hafi nú þegar skilað vaxtalækkun sem hafi góð áhrif á fjárhag heimilanna í landinu. "Nú er ekkert að vanbúnaði að fara fram með næstu breytingar," segir Árni. Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í gær að hún hefði úrskurðað að íslenska íbúðalánakerfið sé ekki ólöglegt samkvæmt reglum Evrópska efnahagssvæðisins um ríkisstuðning. Í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu kemur einnig fram að í ákvörðun ESA felist að fyrirhuguð hækkun hámarkslána sé einnig lögleg. Amund Utne hjá ESA staðfestir að þessi skilningur félagsmálaráðuneytisins sé réttur þótt ekki sé enn búið að gefa út endanlegt álit vegna kvörtunar Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). SBV hefur kvartað til ESA á þeim forsendum að starfsemi Íbúðalánasjóðs gangi í berhögg við reglur um ríkisaðstoð á Evrópska efnahagssvæðinu. ESA telur hins vegar að íslensk stjórnvöld hafi átt að tilkynna ESA sérstaklega um stofnun Íbúðalánasjóðs þegar hann var stofnaður árið 1998. Þar sem það hafi ekki verið gert þá hafi verið um ólögmæta ríkisaðstoð að ræða. Í fréttatilkynningunni segir hins vegar að sá formgalli hafi engin áhrif á lögmæti íslenska húsnæðislánakerfisins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Árni Magnússon félagsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp á Alþingi um breytingu á húsnæðislánakerfinu þannig að heimild verði til að veita lán fyrir 90 prósentum af kaupverði íbúðar. Hann segir skýrt kveðið á um 90 prósenta lánin í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkana en menn hafi viljað bíða með að leggja fram málið þar til niðurstaða fengist frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um lögmæti íslenska húsnæðislánakerfisins. "Niðurstaðan er sú að húsnæðislánakerfið eins og við höfum rekið það og miðað við þær breytingar sem við höfum kynnt standast samninginn um Evrópska efnahagssvæðið," segir Árni. Hann segir að breytingarnar sem gerðar hafi verið hafi nú þegar skilað vaxtalækkun sem hafi góð áhrif á fjárhag heimilanna í landinu. "Nú er ekkert að vanbúnaði að fara fram með næstu breytingar," segir Árni. Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í gær að hún hefði úrskurðað að íslenska íbúðalánakerfið sé ekki ólöglegt samkvæmt reglum Evrópska efnahagssvæðisins um ríkisstuðning. Í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu kemur einnig fram að í ákvörðun ESA felist að fyrirhuguð hækkun hámarkslána sé einnig lögleg. Amund Utne hjá ESA staðfestir að þessi skilningur félagsmálaráðuneytisins sé réttur þótt ekki sé enn búið að gefa út endanlegt álit vegna kvörtunar Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). SBV hefur kvartað til ESA á þeim forsendum að starfsemi Íbúðalánasjóðs gangi í berhögg við reglur um ríkisaðstoð á Evrópska efnahagssvæðinu. ESA telur hins vegar að íslensk stjórnvöld hafi átt að tilkynna ESA sérstaklega um stofnun Íbúðalánasjóðs þegar hann var stofnaður árið 1998. Þar sem það hafi ekki verið gert þá hafi verið um ólögmæta ríkisaðstoð að ræða. Í fréttatilkynningunni segir hins vegar að sá formgalli hafi engin áhrif á lögmæti íslenska húsnæðislánakerfisins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira