Dansað í eldhúsinu 4. ágúst 2004 00:01 "Uppáhaldsstaðurinn minn í íbúðinni er eldhúsið. Það er bjart og stórt og hér er mikið eldað, bæði af mér og öðrum og drukkið rauðvín. Svo er það skrifstofa Kramhússins líka og hér sitjum við kennararnir og spjöllum saman um Kramhúsið og hvað er á döfinni hjá okkur og hér fæðast og þróast hugmyndir sem tengjast Kramhúsinu," segir Hafdís Árnadóttir, eigandi Kramhússins. "Nú eurm við til dæmis að undirbúa fjögurra daga Tangóhátíð Kramhússins sem er í lok ágúst. Hingað koma fjórir tangókennarar frá Buenos Aires og átta manna tangósveit leikur undir og þessi hugmynd fæddist og þróaðist hér inni í eldhúsi." Eldhúsið hennar Hafdísar er fullt af skemmtilegum munum og gripum. "Það ægir öllu saman hér og erfitt að taka eitthvað eitt fram yfir annað. Þó verð ég að telja til sérstakra uppáhaldsmuna gamla pólska harmonikku sem mér var gefin þegar ég fór til Póllands að heimsækja son minn sem þar var í námi. Ég eldaði mat handa skólabræðrum hans og einn þeirra var svo þakklátur að hann gaf mér harmonikkuna. Þar sem hún er matarlaun finnst mér hún eiga heima í eldhúsinu og gestir mínir grípa iðulega í hana og spila. Í eldhúsinu hef ég líka hljóðfæri frá Kúbu og þegar Kramhúsfólk er í stuði og fundirnir okkar verða sérlega spennandi er eldhúsborðinu oft skellt út í vegg og slegið upp dansleik. Á veggjunum hanga tvær myndir sem ég held mikið upp á. Þær eru málaðar af listakonu frá Akureyri sem hét Kata og er löngu dáin. Hún byrjaði að mála 85 ára gömul og þær myndir eru alveg sérstakar. Ég er búin að eiga þetta eldhús í tíu ár og það er íverustaður allra sem hingað koma eins og eldhús eiga að vera. " brynhildurb@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
"Uppáhaldsstaðurinn minn í íbúðinni er eldhúsið. Það er bjart og stórt og hér er mikið eldað, bæði af mér og öðrum og drukkið rauðvín. Svo er það skrifstofa Kramhússins líka og hér sitjum við kennararnir og spjöllum saman um Kramhúsið og hvað er á döfinni hjá okkur og hér fæðast og þróast hugmyndir sem tengjast Kramhúsinu," segir Hafdís Árnadóttir, eigandi Kramhússins. "Nú eurm við til dæmis að undirbúa fjögurra daga Tangóhátíð Kramhússins sem er í lok ágúst. Hingað koma fjórir tangókennarar frá Buenos Aires og átta manna tangósveit leikur undir og þessi hugmynd fæddist og þróaðist hér inni í eldhúsi." Eldhúsið hennar Hafdísar er fullt af skemmtilegum munum og gripum. "Það ægir öllu saman hér og erfitt að taka eitthvað eitt fram yfir annað. Þó verð ég að telja til sérstakra uppáhaldsmuna gamla pólska harmonikku sem mér var gefin þegar ég fór til Póllands að heimsækja son minn sem þar var í námi. Ég eldaði mat handa skólabræðrum hans og einn þeirra var svo þakklátur að hann gaf mér harmonikkuna. Þar sem hún er matarlaun finnst mér hún eiga heima í eldhúsinu og gestir mínir grípa iðulega í hana og spila. Í eldhúsinu hef ég líka hljóðfæri frá Kúbu og þegar Kramhúsfólk er í stuði og fundirnir okkar verða sérlega spennandi er eldhúsborðinu oft skellt út í vegg og slegið upp dansleik. Á veggjunum hanga tvær myndir sem ég held mikið upp á. Þær eru málaðar af listakonu frá Akureyri sem hét Kata og er löngu dáin. Hún byrjaði að mála 85 ára gömul og þær myndir eru alveg sérstakar. Ég er búin að eiga þetta eldhús í tíu ár og það er íverustaður allra sem hingað koma eins og eldhús eiga að vera. " brynhildurb@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira