Lífið

Íslenskasta þakefnið

Langalgengasta þakefni á Íslandi í gegnum tíðina er bárujárn, enda ekkert sem þolir íslenska veðráttu jafn vel. Erlendir ferðamenn hafa löngum undrast alla þá litadýrð sem hér blasir við á þökum landsmanna. Ástæðan er sú að bárujárn er mun meira notað hér en erlendis, til dæmis í nágrannalöndunum þar sem þaksteinn er algengari. Lengi vel var þakjárnið flutt inn til landsins, einkum frá Bretlandi og þá selt í stöðluðum stærðum sem miðuðust við fet en seint á áttunda áratugnum fóru Íslendingar sjálfir að forma það, fræsa í það bárurnar og sníða stærðirnar eftir óskum kaupenda. Var fyrirtækið Vírnet þar í fararbroddi. Bárujárnið er yfirleitt selt galvanhúðað með sinki og í seinni tíð hefur blanda af áli og sinki þótt reynast sérlega vel. Nauðsynlegt er að mála bárujárnið ef það á að haldast óskemmt og þá koma hinir óteljandi möguleikar til sögunnar sem útlendingar heillast af.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.