KB banki leiðir sænsku kauphöllina 26. júlí 2004 00:01 KB banki er methafinn í hækkunum í Kauphöllinni í Stokkhólmi. Bréf bankans hafa tvöfaldast að verðgildi frá áramótum. Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri fjallar um hækkunina í forsíðufrétt um helgina. Blaðið undanskilur við röðun fyrirtækja þau fyrirtæki sem eru að markaðsverðmæti undir níu milljörðum króna. Að þeim frátöldum er KB banki í fyrsta sæti. Blaðamaður Dagens Industri fékk Sigurð Einarsson til að skýra árangurinn, þar sem hann stóð í miðri á við laxveiðar á Íslandi. "Hlutverk okkar er að reka fyrirtækið eins vel og mögulegt er. Ég held að þetta sé ekki flóknara en það að markaðurinn kunni að meta góðan vöxt og góða afkomu," segir Sigurður í samtali við blaðið. Blaðamaður Dagens Industri spyr því næst Sigurð hvort sé mikilvægara vöxtur eða hagnaður. "Hagnaður. Vöxtur má aldrei verða á kostnað hagnaðar," svarar Sigurður að bragði. Christer Villard sem stýrir starfsemi KB banka í Svíþjóð segir að innan bankans starfi dugmikill hópur sem finnist skemmtilegt að byggja upp starfsemina. "Leiðin til ákvarðana er stutt og við höfum mikið frelsi sem með ábyrgð og frumkvöðlastemningu einkennir alla starfsemina." Umræða um KB banka í Svíþjóð hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum misserum. Bankinn bjó við afar neikvæða umræðu þegar hann lagði til atlögu við sænska bankann JP Nordiska. Félag fjárfesta í Svíþjóð réð sínu fólki frá því að taka bréf Kaupþings í skiptum fyrir bréf í sænska bankanum. Þeir sem tóku skiptunum á sínum tíma hafa margfaldað eign sína í hækkun hlutabréfa Kaupþings, sérstaklega eftir samruna við Búnaðarbankann. KB banki var nýverið færður á Atract 40 listann sem er listi yfir athyglisverðustu vonarpeninga á sænska markaðnum. Slíkt vekur athygli fjárfesta og eykur líkur á að fyrirtækið verði í framtíðinni skráð á aðallista sænsku kauphallarinnar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
KB banki er methafinn í hækkunum í Kauphöllinni í Stokkhólmi. Bréf bankans hafa tvöfaldast að verðgildi frá áramótum. Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri fjallar um hækkunina í forsíðufrétt um helgina. Blaðið undanskilur við röðun fyrirtækja þau fyrirtæki sem eru að markaðsverðmæti undir níu milljörðum króna. Að þeim frátöldum er KB banki í fyrsta sæti. Blaðamaður Dagens Industri fékk Sigurð Einarsson til að skýra árangurinn, þar sem hann stóð í miðri á við laxveiðar á Íslandi. "Hlutverk okkar er að reka fyrirtækið eins vel og mögulegt er. Ég held að þetta sé ekki flóknara en það að markaðurinn kunni að meta góðan vöxt og góða afkomu," segir Sigurður í samtali við blaðið. Blaðamaður Dagens Industri spyr því næst Sigurð hvort sé mikilvægara vöxtur eða hagnaður. "Hagnaður. Vöxtur má aldrei verða á kostnað hagnaðar," svarar Sigurður að bragði. Christer Villard sem stýrir starfsemi KB banka í Svíþjóð segir að innan bankans starfi dugmikill hópur sem finnist skemmtilegt að byggja upp starfsemina. "Leiðin til ákvarðana er stutt og við höfum mikið frelsi sem með ábyrgð og frumkvöðlastemningu einkennir alla starfsemina." Umræða um KB banka í Svíþjóð hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum misserum. Bankinn bjó við afar neikvæða umræðu þegar hann lagði til atlögu við sænska bankann JP Nordiska. Félag fjárfesta í Svíþjóð réð sínu fólki frá því að taka bréf Kaupþings í skiptum fyrir bréf í sænska bankanum. Þeir sem tóku skiptunum á sínum tíma hafa margfaldað eign sína í hækkun hlutabréfa Kaupþings, sérstaklega eftir samruna við Búnaðarbankann. KB banki var nýverið færður á Atract 40 listann sem er listi yfir athyglisverðustu vonarpeninga á sænska markaðnum. Slíkt vekur athygli fjárfesta og eykur líkur á að fyrirtækið verði í framtíðinni skráð á aðallista sænsku kauphallarinnar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira