Lífið

Möguleg hækkun á húsnæðislánum

Búist er við að nýtt fyrirkomulag húsnæðislána hjá Íbúðalánasjóði muni hleypa fjöri í fasteignamarkaðinn með haustinu og valda enn hækkandi húsverði. Mikið er þó af nýjum íbúðum í smíðum á höfuðborgarsvæðinu og kynni það að draga úr hækkunum að mati sérfræðinga. Þeir ráðleggja þó þeim sem eru í húsnæðisleit að bíða ekki lengi með kaup. Þetta kemur fram í nýlegu Viðskiptablaði. Að sögn Halls Magnússonar hjá Íbúðalánasjóði má búast við fyrsta útboði nýrra íbúðabréfa fyrir lok þessa mánaðar og það mun ákvarða kjör lánanna. Spáð er 4,5-4,8% vexti eftir útboðið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.