Lífið

Tvö einbýlishús byggð

Hjá Súðavíkurhreppi er ráðgert að hefja byggingu tveggja einbýlishúsa innan skamms. Verið er að leggja lokahönd á hönnunarvinnu og í framhaldi af því verður ráðist í útboð. "Við vonum að hægt verði að hefja framkvæmdir við húsin með haustinu og stefnum á að húsin verði tilbúin í febrúar eða mars á næsta ári, segir Ómar Már Jónsson sveitarstjóri. Hann segir að hreppurinn hafi enn ekki auglýst eftir kaupendum að húsunum en segir húsnæðisskort vera á svæðinu. "Þetta er hluti af ákveðnum aðgerðum til að koma aftur af stað uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í nýju byggðinni hér í Súðavík. Við rýmkuðum skilyrði til viðbótarlána þannig að í dag hafa langflestir möguleika á að fjármagna nýbyggingar með 90 prósenta lánum ef keypt er húsnæði á staðnum. Lóðirnar á svæðinu eru einnig á tiltölulega lágu verði sem ætti að auðvelda fólki kaupin," segir hann. Hallvarður Aspelund, arkitekt hjá Tækniþjónustu Vestfjarða á Ísafirði, er hönnuður húsanna sem verða 177 fermetrar að flatarmáli með innbyggðum bílskúr.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.