Aftur hlýtt og bjart um bæinn 20. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Það eru áreiðanlega engar ýkjur að segja að með afturköllun fjölmiðlalaganna sé þungu fargi létt af þjóðinni allri. Þetta mál hefur á undanförnum mánuðum spillt andrúmsloftinu í þjóðfélaginu, skapað erjur milli samherja og vík milli vina, og kallað fram óþægilegar endurminningar þeirra tíma þegar flokkadrættir voru meiri en verið hefur um langt árabil. Því eru takmörk sett hve okkar fámenna þjóðfélag þolir af slíkum átökum. Afturköllunin var viturleg ákvörðun og stækkar þá stjórnmálamenn sem höfðu forystu um hana. Nú hvílir sú skylda á öðrum málsaðilum að leggja sitt af mörkum, hverjum með sínum hætti, til að þjóðlífið jafni sig eftir átökin og tóm gefist til að sinna þeim fjölmörgu aðkallandi úrlausnarefnum sem legið hafa í láginni meðan tekist var á um fjölmiðlalöggjöfina. Vissulega er lögfræðilegur efi um það hvort heimilt sé að víkja sér undan þjóðaratkvæðagreiðslu með þeim hætti sem ríkisstjórnin leggur til eftir að forseti hefur synjað lögunum staðfestingar. En eins og málum er nú komið er eðlilegast að í stað þess að lagaspekingar þræti um túlkun stjórnarskrárinnar eða málið fari fyrir dómstóla kveði Alþingi sjálft upp úr um völd forsetans og leggi þá niðurstöðu síðan í dóm þjóðarinnar. Verði niðurstaðan sú að leggja til að embætti forseta Íslands verði framvegis eingöngu táknræn tignarstaða, eins og sterk rök hníga að, er óhjákvæmilegt að þjóðinni verði jafnhliða tryggður réttur í stjórnarskrá til að segja álit sitt í umdeildum álitamálum í almennri atkvæðagreiðslu. Verði það ekki gert er hætt við að enginn friður verði um breytingar á stjórnarskránni. Þó að ekki hafi verið uppörvandi að karpa um sama málefnið fram og aftur í þrjá mánuði hafa umræðurnar um fjölmiðlamálið síður en svo verið gagnslausar. Mikilvægast er kannski að umræðurnar hafa minnt stjórnmálamenn á að þeir þurfa að taka tillit til vilja kjósenda eins og hann endurspeglast í þjóðfélagsumræðunni, mótmælaaðgerðum og virkri þátttöku á annan hátt. Stjórnmálamenn hafa ekki takmarkalaust vald á milli kosninga þótt þeir myndi meirihluta á Alþingi. Segja má að í fjölmiðlamálinu hafi lýðræði styrkst í sessi á kostnað foringja-, ráðherra- og flokksræðis. Hvort það er stundarárangur en ávinningur til lengri tíma er of snemmt að segja til um. En yfir lyktum málsins eins og þau blasa nú við er tilefni til að gleðjast og taka undir með skáldinu Tómasi Guðmundssyni sem kvað:Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn.Af bernskuglöðum hlátri strætið ómar,því vorið kemur sunnan yfir sæinn.Sjá, sólskinið á gangstéttunum ljómar.Og daprar sálir söngvar vorsins yngja.Og svo er mikill ljóssins undrakraftur,að jafnvel gamlir símastaurar syngjaí sólskininu og verða grænir aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Það eru áreiðanlega engar ýkjur að segja að með afturköllun fjölmiðlalaganna sé þungu fargi létt af þjóðinni allri. Þetta mál hefur á undanförnum mánuðum spillt andrúmsloftinu í þjóðfélaginu, skapað erjur milli samherja og vík milli vina, og kallað fram óþægilegar endurminningar þeirra tíma þegar flokkadrættir voru meiri en verið hefur um langt árabil. Því eru takmörk sett hve okkar fámenna þjóðfélag þolir af slíkum átökum. Afturköllunin var viturleg ákvörðun og stækkar þá stjórnmálamenn sem höfðu forystu um hana. Nú hvílir sú skylda á öðrum málsaðilum að leggja sitt af mörkum, hverjum með sínum hætti, til að þjóðlífið jafni sig eftir átökin og tóm gefist til að sinna þeim fjölmörgu aðkallandi úrlausnarefnum sem legið hafa í láginni meðan tekist var á um fjölmiðlalöggjöfina. Vissulega er lögfræðilegur efi um það hvort heimilt sé að víkja sér undan þjóðaratkvæðagreiðslu með þeim hætti sem ríkisstjórnin leggur til eftir að forseti hefur synjað lögunum staðfestingar. En eins og málum er nú komið er eðlilegast að í stað þess að lagaspekingar þræti um túlkun stjórnarskrárinnar eða málið fari fyrir dómstóla kveði Alþingi sjálft upp úr um völd forsetans og leggi þá niðurstöðu síðan í dóm þjóðarinnar. Verði niðurstaðan sú að leggja til að embætti forseta Íslands verði framvegis eingöngu táknræn tignarstaða, eins og sterk rök hníga að, er óhjákvæmilegt að þjóðinni verði jafnhliða tryggður réttur í stjórnarskrá til að segja álit sitt í umdeildum álitamálum í almennri atkvæðagreiðslu. Verði það ekki gert er hætt við að enginn friður verði um breytingar á stjórnarskránni. Þó að ekki hafi verið uppörvandi að karpa um sama málefnið fram og aftur í þrjá mánuði hafa umræðurnar um fjölmiðlamálið síður en svo verið gagnslausar. Mikilvægast er kannski að umræðurnar hafa minnt stjórnmálamenn á að þeir þurfa að taka tillit til vilja kjósenda eins og hann endurspeglast í þjóðfélagsumræðunni, mótmælaaðgerðum og virkri þátttöku á annan hátt. Stjórnmálamenn hafa ekki takmarkalaust vald á milli kosninga þótt þeir myndi meirihluta á Alþingi. Segja má að í fjölmiðlamálinu hafi lýðræði styrkst í sessi á kostnað foringja-, ráðherra- og flokksræðis. Hvort það er stundarárangur en ávinningur til lengri tíma er of snemmt að segja til um. En yfir lyktum málsins eins og þau blasa nú við er tilefni til að gleðjast og taka undir með skáldinu Tómasi Guðmundssyni sem kvað:Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn.Af bernskuglöðum hlátri strætið ómar,því vorið kemur sunnan yfir sæinn.Sjá, sólskinið á gangstéttunum ljómar.Og daprar sálir söngvar vorsins yngja.Og svo er mikill ljóssins undrakraftur,að jafnvel gamlir símastaurar syngjaí sólskininu og verða grænir aftur.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun