SH kaupir í Bretlandi 20. júlí 2004 00:01 Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hefur keypt 80% í breska matvælafyrirtæki. Fyrirtækið, Seachill, selur mikið af kældum fiskafurðum til verslunarkeðjunnar Tesco í Bretlandi. Kaupverðið er 4,9 milljarðar króna. SH á fyrir matvælaverksmiðju í Redditch sem selur afurðir fyrst og fremst til Marks&Spencer´s verslunarkeðjunnar. Verð á bréfum í SH tóku kipp á markaðinum í gærmorgun og hækkuðu um meira en tíu prósent í byrjun dags. Seachill var stofnað árið 1997 og hefur vöxtur félagsins verið um tuttugu prósent á ári á síðustu árum. Í fréttatilkynningu frá SH kemur fram að sala á kældum sjávarafurðum hafi vaxið mjög á síðustu árum og að markaðsrannsóknir bendi til þess vöxtur kælda markaðarins verði áfram mikill en minni vöxtur verði í sölu frystra sjávarafurða. Að sögn Gunnars Svavarssonar, forstjóra SH, eru kaupin liður í þeirri stefnu fyrirtækisins sem mörkuð var árið 1999 að auka áherslu á sölu kældra sjávarafurða. Hann segir að SH hafi þekkt vel til Seachill og forráðamanna félagsins þótt viðskipti þar í milli hafi ekki verið mikil. Hins vegar hafi Seachill átt töluverð viðskipti við ýmsa íslenska útflytjendur. Gunnar segir að stórmarkaðir á borð við Tesco líti mjög til þess við val á birgjum að samvinna framleiðenda og seljenda sé náið og að hægt sé að treysta á stöðugt framboð af góðu hráefni. "Menn þurfa að standa sig virkilega vel að passa að þessi keðja slitni ekki. Varan er pöntuð að morgni og þú verður að gjöra svo vel að afhenda hana eftir nokkra klukkutíma. Það þarf að vera nánast hundrað prósent, þannig gengur til dæmis ekki að láta veiðarnar ráða," segir Gunnar. Hann segir SH hafa áður fyrr haft það markmið að selja vörur fyrir íslenska framleiðendur en nú sé áherslan lögð á að veita viðskiptavinunum þjónustu. "Við erum ekki, eins og við vorum í gamla daga, sölusamtök að reyna að selja fyrir framleiðendur heldur erum við að tryggja framboð til okkar kúnna," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hefur keypt 80% í breska matvælafyrirtæki. Fyrirtækið, Seachill, selur mikið af kældum fiskafurðum til verslunarkeðjunnar Tesco í Bretlandi. Kaupverðið er 4,9 milljarðar króna. SH á fyrir matvælaverksmiðju í Redditch sem selur afurðir fyrst og fremst til Marks&Spencer´s verslunarkeðjunnar. Verð á bréfum í SH tóku kipp á markaðinum í gærmorgun og hækkuðu um meira en tíu prósent í byrjun dags. Seachill var stofnað árið 1997 og hefur vöxtur félagsins verið um tuttugu prósent á ári á síðustu árum. Í fréttatilkynningu frá SH kemur fram að sala á kældum sjávarafurðum hafi vaxið mjög á síðustu árum og að markaðsrannsóknir bendi til þess vöxtur kælda markaðarins verði áfram mikill en minni vöxtur verði í sölu frystra sjávarafurða. Að sögn Gunnars Svavarssonar, forstjóra SH, eru kaupin liður í þeirri stefnu fyrirtækisins sem mörkuð var árið 1999 að auka áherslu á sölu kældra sjávarafurða. Hann segir að SH hafi þekkt vel til Seachill og forráðamanna félagsins þótt viðskipti þar í milli hafi ekki verið mikil. Hins vegar hafi Seachill átt töluverð viðskipti við ýmsa íslenska útflytjendur. Gunnar segir að stórmarkaðir á borð við Tesco líti mjög til þess við val á birgjum að samvinna framleiðenda og seljenda sé náið og að hægt sé að treysta á stöðugt framboð af góðu hráefni. "Menn þurfa að standa sig virkilega vel að passa að þessi keðja slitni ekki. Varan er pöntuð að morgni og þú verður að gjöra svo vel að afhenda hana eftir nokkra klukkutíma. Það þarf að vera nánast hundrað prósent, þannig gengur til dæmis ekki að láta veiðarnar ráða," segir Gunnar. Hann segir SH hafa áður fyrr haft það markmið að selja vörur fyrir íslenska framleiðendur en nú sé áherslan lögð á að veita viðskiptavinunum þjónustu. "Við erum ekki, eins og við vorum í gamla daga, sölusamtök að reyna að selja fyrir framleiðendur heldur erum við að tryggja framboð til okkar kúnna," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira