SH kaupir í Bretlandi 20. júlí 2004 00:01 Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hefur keypt 80% í breska matvælafyrirtæki. Fyrirtækið, Seachill, selur mikið af kældum fiskafurðum til verslunarkeðjunnar Tesco í Bretlandi. Kaupverðið er 4,9 milljarðar króna. SH á fyrir matvælaverksmiðju í Redditch sem selur afurðir fyrst og fremst til Marks&Spencer´s verslunarkeðjunnar. Verð á bréfum í SH tóku kipp á markaðinum í gærmorgun og hækkuðu um meira en tíu prósent í byrjun dags. Seachill var stofnað árið 1997 og hefur vöxtur félagsins verið um tuttugu prósent á ári á síðustu árum. Í fréttatilkynningu frá SH kemur fram að sala á kældum sjávarafurðum hafi vaxið mjög á síðustu árum og að markaðsrannsóknir bendi til þess vöxtur kælda markaðarins verði áfram mikill en minni vöxtur verði í sölu frystra sjávarafurða. Að sögn Gunnars Svavarssonar, forstjóra SH, eru kaupin liður í þeirri stefnu fyrirtækisins sem mörkuð var árið 1999 að auka áherslu á sölu kældra sjávarafurða. Hann segir að SH hafi þekkt vel til Seachill og forráðamanna félagsins þótt viðskipti þar í milli hafi ekki verið mikil. Hins vegar hafi Seachill átt töluverð viðskipti við ýmsa íslenska útflytjendur. Gunnar segir að stórmarkaðir á borð við Tesco líti mjög til þess við val á birgjum að samvinna framleiðenda og seljenda sé náið og að hægt sé að treysta á stöðugt framboð af góðu hráefni. "Menn þurfa að standa sig virkilega vel að passa að þessi keðja slitni ekki. Varan er pöntuð að morgni og þú verður að gjöra svo vel að afhenda hana eftir nokkra klukkutíma. Það þarf að vera nánast hundrað prósent, þannig gengur til dæmis ekki að láta veiðarnar ráða," segir Gunnar. Hann segir SH hafa áður fyrr haft það markmið að selja vörur fyrir íslenska framleiðendur en nú sé áherslan lögð á að veita viðskiptavinunum þjónustu. "Við erum ekki, eins og við vorum í gamla daga, sölusamtök að reyna að selja fyrir framleiðendur heldur erum við að tryggja framboð til okkar kúnna," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hefur keypt 80% í breska matvælafyrirtæki. Fyrirtækið, Seachill, selur mikið af kældum fiskafurðum til verslunarkeðjunnar Tesco í Bretlandi. Kaupverðið er 4,9 milljarðar króna. SH á fyrir matvælaverksmiðju í Redditch sem selur afurðir fyrst og fremst til Marks&Spencer´s verslunarkeðjunnar. Verð á bréfum í SH tóku kipp á markaðinum í gærmorgun og hækkuðu um meira en tíu prósent í byrjun dags. Seachill var stofnað árið 1997 og hefur vöxtur félagsins verið um tuttugu prósent á ári á síðustu árum. Í fréttatilkynningu frá SH kemur fram að sala á kældum sjávarafurðum hafi vaxið mjög á síðustu árum og að markaðsrannsóknir bendi til þess vöxtur kælda markaðarins verði áfram mikill en minni vöxtur verði í sölu frystra sjávarafurða. Að sögn Gunnars Svavarssonar, forstjóra SH, eru kaupin liður í þeirri stefnu fyrirtækisins sem mörkuð var árið 1999 að auka áherslu á sölu kældra sjávarafurða. Hann segir að SH hafi þekkt vel til Seachill og forráðamanna félagsins þótt viðskipti þar í milli hafi ekki verið mikil. Hins vegar hafi Seachill átt töluverð viðskipti við ýmsa íslenska útflytjendur. Gunnar segir að stórmarkaðir á borð við Tesco líti mjög til þess við val á birgjum að samvinna framleiðenda og seljenda sé náið og að hægt sé að treysta á stöðugt framboð af góðu hráefni. "Menn þurfa að standa sig virkilega vel að passa að þessi keðja slitni ekki. Varan er pöntuð að morgni og þú verður að gjöra svo vel að afhenda hana eftir nokkra klukkutíma. Það þarf að vera nánast hundrað prósent, þannig gengur til dæmis ekki að láta veiðarnar ráða," segir Gunnar. Hann segir SH hafa áður fyrr haft það markmið að selja vörur fyrir íslenska framleiðendur en nú sé áherslan lögð á að veita viðskiptavinunum þjónustu. "Við erum ekki, eins og við vorum í gamla daga, sölusamtök að reyna að selja fyrir framleiðendur heldur erum við að tryggja framboð til okkar kúnna," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira