Ríkið og almenningssamgöngur 16. júlí 2004 00:01 Skiptar skoðanir - Ríkið og almenningssamgöngur Katrín Jakobsdóttir Eitt mesta umhverfisvandamál sem blasir við Evrópu nú er loftmengun. Stór hluti hennar tengist sívaxandi umferð einkabíla og flutningabíla. Mjög víða í Evrópu hefur hlutfall almenningssamgangna farið minnkandi nema þar sem hið opinbera hefur gripið í taumana og ráðist í markvissar aðgerði til að bæta þjónustuna.Almenningssamgöngur lúta öðrum lögmálum en t.d. leigubílarekstur. Þær eru umhverfisvænni ferðakostur enda snúast þær um að koma mörgum í einu á milli staða í einu farartæki. Þær eru ennfremur nokkuð dýr rekstur þar sem í almenningssamgöngum verður að þjóna öllum á tilteknu svæði. Að sama skapi verða almenningssamgöngur að vera ódýrar fyrir notendur til að þær verði raunhæfur valkostur við einkabílinn. Stjórnvöld græða samt á því að efla almenningssamgöngur þar sem þau geta þannig sparað umfangsmikinn gatnagerðarkostnað fyrir sífellt fleiri bíla og dregið verulega úr loftmengun og þannig aukið lífsgæði borgaranna. Þar sem ráðist hefur verið í að efla almenningssamgöngur í Evrópu, t.d. með bættri þjónustu, léttlestum og öðru slíku, má sjá ótrúlegar breytingar á ferðamynstri en hlutfall þeirra sem velja almenningssamgöngur hefur tvö-til þrefaldast. Að sama skapi hefur einkavæðing almenningssamgangna víða mistekist og má nefna það þegar Thatcher einkavæddi bresku lestirnar með skelfilegum afleiðingum og hefur nú hluti kerfisins sem lýtur að þjónustu og eftirliti með lestum verið færður að nýju til hins opinbera. Hið opinbera á því tvímælalaust að reka almenningssamgöngur og leggja metnað í það enda hlutfallslega umhverfisvænn samgöngumáti.Friðbjörn Orri Ketilsson Almenningssamgöngur eru mörgum mikilvægar og sumum jafnvel svo mikilvægar að þeir kæmust hvorki til vinnu né í búðina án þeirra. Því er mikilvægt að haga fyrirkomulagi þeirra svo að sem best þjónusta fáist á sem lægstu verði. Eðli þess að reka strætisvagna, lestir eða aðrar tegundir samgöngukerfa er það sama og í öllum rekstri. Lágmarka þarf kostnað og gera sem best við viðskiptavini svo að þeir haldi viðskiptum sínum áfram. Þar sem ríkiseinokun er á rekstrinum hafa neytendur ekki val um neitt nema hið ríkisrekna kerfi sama hversu slæmt það kann að vera. Það er svo að ríkisreknar samgöngur eru niðurgreiddar með skattfé og því ljóst að þeir eru látnir niðurgreiða þjónustuna sem e.t.v. ekki nota hana. Eðlilegt er að þeir sem noti þjónustuna greiði fyrir hana. Það hlýtur því að teljast ranglátt að skattgreiðslur leigubílstjórans séu notaðar til að niðurgreiða rekstur strætisvagna sem beinlínis hafa af honum viðskipti og draga úr tekjum hans. Það er einnig mjög mikilvægt að ríkið hætti niðurgreiðslum á tiltekinni þjónustu svo markaðurinn geti fundið út hvaða þjónusta hentar best hverju sinni. Svo kann að vera að kostnaður við ferð með strætisvagni sé alltof mikill og hagkvæmara sé að taka leigubíl. Einnig getur verið hagkvæmara að eiga bíl en að taka leigubíl og svo mætti lengi telja. Til að skynsamleg ákvörðun sé tekin hverju sinni þarf kostnaður að vera neytendum ljós. Með þeim hætti næst sem best nálgun við hagkvæmustu niðurstöðuna hverju sinni. Ríkisreknar samgöngur ættu að heyra sögunni til - rétt eins og ríkisreknar ferðaskrifstofur, útgerðarfyrirtæki, flugfélög eða matvöruverslanir sem eru aðeins til minningar sem um liðinn tíma. Einkaframtak og aukið frelsi er vænlegra til árangurs en ríkisrekstur.Katrín Jakobsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Skiptar skoðanir - Ríkið og almenningssamgöngur Katrín Jakobsdóttir Eitt mesta umhverfisvandamál sem blasir við Evrópu nú er loftmengun. Stór hluti hennar tengist sívaxandi umferð einkabíla og flutningabíla. Mjög víða í Evrópu hefur hlutfall almenningssamgangna farið minnkandi nema þar sem hið opinbera hefur gripið í taumana og ráðist í markvissar aðgerði til að bæta þjónustuna.Almenningssamgöngur lúta öðrum lögmálum en t.d. leigubílarekstur. Þær eru umhverfisvænni ferðakostur enda snúast þær um að koma mörgum í einu á milli staða í einu farartæki. Þær eru ennfremur nokkuð dýr rekstur þar sem í almenningssamgöngum verður að þjóna öllum á tilteknu svæði. Að sama skapi verða almenningssamgöngur að vera ódýrar fyrir notendur til að þær verði raunhæfur valkostur við einkabílinn. Stjórnvöld græða samt á því að efla almenningssamgöngur þar sem þau geta þannig sparað umfangsmikinn gatnagerðarkostnað fyrir sífellt fleiri bíla og dregið verulega úr loftmengun og þannig aukið lífsgæði borgaranna. Þar sem ráðist hefur verið í að efla almenningssamgöngur í Evrópu, t.d. með bættri þjónustu, léttlestum og öðru slíku, má sjá ótrúlegar breytingar á ferðamynstri en hlutfall þeirra sem velja almenningssamgöngur hefur tvö-til þrefaldast. Að sama skapi hefur einkavæðing almenningssamgangna víða mistekist og má nefna það þegar Thatcher einkavæddi bresku lestirnar með skelfilegum afleiðingum og hefur nú hluti kerfisins sem lýtur að þjónustu og eftirliti með lestum verið færður að nýju til hins opinbera. Hið opinbera á því tvímælalaust að reka almenningssamgöngur og leggja metnað í það enda hlutfallslega umhverfisvænn samgöngumáti.Friðbjörn Orri Ketilsson Almenningssamgöngur eru mörgum mikilvægar og sumum jafnvel svo mikilvægar að þeir kæmust hvorki til vinnu né í búðina án þeirra. Því er mikilvægt að haga fyrirkomulagi þeirra svo að sem best þjónusta fáist á sem lægstu verði. Eðli þess að reka strætisvagna, lestir eða aðrar tegundir samgöngukerfa er það sama og í öllum rekstri. Lágmarka þarf kostnað og gera sem best við viðskiptavini svo að þeir haldi viðskiptum sínum áfram. Þar sem ríkiseinokun er á rekstrinum hafa neytendur ekki val um neitt nema hið ríkisrekna kerfi sama hversu slæmt það kann að vera. Það er svo að ríkisreknar samgöngur eru niðurgreiddar með skattfé og því ljóst að þeir eru látnir niðurgreiða þjónustuna sem e.t.v. ekki nota hana. Eðlilegt er að þeir sem noti þjónustuna greiði fyrir hana. Það hlýtur því að teljast ranglátt að skattgreiðslur leigubílstjórans séu notaðar til að niðurgreiða rekstur strætisvagna sem beinlínis hafa af honum viðskipti og draga úr tekjum hans. Það er einnig mjög mikilvægt að ríkið hætti niðurgreiðslum á tiltekinni þjónustu svo markaðurinn geti fundið út hvaða þjónusta hentar best hverju sinni. Svo kann að vera að kostnaður við ferð með strætisvagni sé alltof mikill og hagkvæmara sé að taka leigubíl. Einnig getur verið hagkvæmara að eiga bíl en að taka leigubíl og svo mætti lengi telja. Til að skynsamleg ákvörðun sé tekin hverju sinni þarf kostnaður að vera neytendum ljós. Með þeim hætti næst sem best nálgun við hagkvæmustu niðurstöðuna hverju sinni. Ríkisreknar samgöngur ættu að heyra sögunni til - rétt eins og ríkisreknar ferðaskrifstofur, útgerðarfyrirtæki, flugfélög eða matvöruverslanir sem eru aðeins til minningar sem um liðinn tíma. Einkaframtak og aukið frelsi er vænlegra til árangurs en ríkisrekstur.Katrín Jakobsdóttir
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun