Hundadagauppreisnin 16. júlí 2004 00:01 Við upphaf hundadaga 1809 urðu á Íslandi kaflaskil í uppreisn sem þá stóð yfir gegn yfirvöldum. Hefur þessi tími verið kenndur er við uppreisnarforingjann Jörgen Jörgensen eða Jörund hundadagakonung en þá lýsti Jöundur sig "Alls Íslands verndara og hæstráðanda til sjós og lands". Jafnframt var sérstakur íslenskur fáni dregin að húni í fyrsta sinn. Tengslin við hundadagana, sem eru frá 13.júlí -23. ágúst, ráðast af því að valdatími Jörgens á Íslandi sem "verndara og hæstráðanda" stóð nokkurn veginn út hundadagana, eða til 22. ágúst. Jónas Árnason orti m.a. þetta um Jörund eða "Hann" eins og Jónas kallar hann: Og sýslumenn tók Hann, ef gleiðir þeir gerðust,/ og gaf þeim að líta pístólur/ og skjálfandi lét þá að fótum sér falla/ en fátækum gaf hann rúsínur. Við upphaf hundadaga, þann 13. júlí 2004, urðu kaflaskil í sögu Framsóknarflokksins og íslenskra stjórnmála. Þá var haldinn uppreisnarfundur gegn flokksforustu og ríkisstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Uppreisnarmenn Framsóknarflokksins telja forustu flokks síns hafa gerst full gleiða og krefjast flokkslegrar umfjöllunar um fjölmiðlafrumvarpið. Þeir hafa dregið fram sínar pístólur og vilja nú að forustan falli þeim að fótum svo fátækir geti fengið sína þjóðaratkvæðagreiðslu. Hundadagauppreisnin - sú er sprakk út hjá framsóknarmönnum í hinu ráðherralausa Reykjavíkurkjördæmi suður en hefur verið að breiðast út - er um margt mjög merkileg í síðari tíma stjórnmálasögu. Í fáum flokkum öðrum hefur sú menning og það grunnviðhorf verið sterkara undanfarna áratugi, að almennir flokksmenn styðji forustumenn sína í gegnum sætt og súrt. Þannig hefur forustan yfirleitt getað kallað fram félagsfundi og fengið bakstuðning ef um umdeild mál er að ræða. Opinber gagnrýni flokksmanna á flokkinn - sérstaklega ef um áhrifamenn eða fyrrum forustumenn er að ræða - hefur ekki átt upp á pallborðið hjá almennum flokksmönnum. Hafa menn talið að slíkan ágreining beri að leysa inni í flokknum. En nú virðist öldin önnur. Engu er líkara en alvarlegur samskiptabrestur hafi orðið milli a.m.k. hluta flokksmanna og meirihluta þingflokksins - brestur sem nú gerir vart við sig á versta tíma fyrir flokkinn. Vinsælt er orðið að nota orðalagið um "gjá milli þings og þjóðar". Hér er við hæfi að tala um gjá milli þingflokks og almennra flokksmanna. Halldór Ásgrímsson formaður flokksins ber vitaskuld aðalábyrgð á því hvernig komið er og menn hljóta því að horfa til hans um leiðsögn út úr þessu ástandi. Hans bíða fyrst og fremst fjögur vandamál sem hann þarf að leysa úr. Í fyrsta lagi þarf hann að finna leið til að slá á þá óánægju sem er í eigin flokki og tryggja sér öruggt bakland. Þetta er ekki síst brýnt þegar og ef stólaskiptahringekjan fer af stað 15. september með tilheyrandi ráðherrafórn og titringi. Í öðru lagi þarf hann að finna lausn á skuldbindingum sínum og loforðum um stuðning við Davíð Oddsson og samstarfsflokkinn í fjölmiðlamálinu. Í þriðja lagi þarf hann að taka afstöðu til lagalegrar óvissu varðandi hugsanleg stjórnarskrárbrot - og þá þannig að stjórnarskráin njóti vafans. Hvorki hann né Davíð myndu þola það pólitískt ef dómstólar kæmust að því að aðgerðir þeirra væru stjórnarskrárbrot. Í fjórða og síðasta lagi þarf Halldór að bjarga ásýnd flokksins gagnvart hinum almenna kjósenda. Það er barnaskapur að ætla allt í einu núna að skýla sér bak við tæknilegar og aðferðarlegar athugasemdir við skoðanakannanir Fréttablaðsins, kannanir sem í raun eru gömlu DV kannanirnar og byggja á áratugareynslu og hafa reynst ágætlega. Þessum fjórum verkefnum verður erfitt að ná öllum fram því þau rekast hvert á annars horn. Því er ljóst að formaður Framsóknar þarf að forgangsraða og hugsanlega láta einhver þeirra mæta afgangi. Efst á forgangslistanum hlýtur að vera að ná sáttum í flokknum og einsýnt má vera að það verður ekki gert nema með því að einhver sú leið verði valin sem lætur stjórnarskrána njóta vafans. Athugasemdir flokksmanna eru ekki síst við framganginn gagnvart forsetanum og stjórnarskránni. Vandinn er hins vegar að fá slíkar lausnir til að ríma við samstarfið og skuldbindingarnar gagnvart Davíð. En jafnvel þótt Halldór og sjálfstæðismenn yrðu einhuga um að keyra síðara fjölmiðlafrumvarpið í gegn á þeim forsendum sem nú eru uppi, er óvíst að fyrir því sé þingmeirihluti. Það bendir því flest til þess að eina leið Halldórs í málinu sé að semja við Davíð Oddsson um að láta undan kröfum hundadagauppreisnarinnar og draga málið til baka og helst láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram. Því mun reyna á hversu gegnheilt samstarfið er í raun og hvort Davíð sættir sig við að Halldór á í raun enga valkosti. Geri hann það ekki er vandséð á hvaða grundvelli stjórnarsamstarfið getur haldið áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Við upphaf hundadaga 1809 urðu á Íslandi kaflaskil í uppreisn sem þá stóð yfir gegn yfirvöldum. Hefur þessi tími verið kenndur er við uppreisnarforingjann Jörgen Jörgensen eða Jörund hundadagakonung en þá lýsti Jöundur sig "Alls Íslands verndara og hæstráðanda til sjós og lands". Jafnframt var sérstakur íslenskur fáni dregin að húni í fyrsta sinn. Tengslin við hundadagana, sem eru frá 13.júlí -23. ágúst, ráðast af því að valdatími Jörgens á Íslandi sem "verndara og hæstráðanda" stóð nokkurn veginn út hundadagana, eða til 22. ágúst. Jónas Árnason orti m.a. þetta um Jörund eða "Hann" eins og Jónas kallar hann: Og sýslumenn tók Hann, ef gleiðir þeir gerðust,/ og gaf þeim að líta pístólur/ og skjálfandi lét þá að fótum sér falla/ en fátækum gaf hann rúsínur. Við upphaf hundadaga, þann 13. júlí 2004, urðu kaflaskil í sögu Framsóknarflokksins og íslenskra stjórnmála. Þá var haldinn uppreisnarfundur gegn flokksforustu og ríkisstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Uppreisnarmenn Framsóknarflokksins telja forustu flokks síns hafa gerst full gleiða og krefjast flokkslegrar umfjöllunar um fjölmiðlafrumvarpið. Þeir hafa dregið fram sínar pístólur og vilja nú að forustan falli þeim að fótum svo fátækir geti fengið sína þjóðaratkvæðagreiðslu. Hundadagauppreisnin - sú er sprakk út hjá framsóknarmönnum í hinu ráðherralausa Reykjavíkurkjördæmi suður en hefur verið að breiðast út - er um margt mjög merkileg í síðari tíma stjórnmálasögu. Í fáum flokkum öðrum hefur sú menning og það grunnviðhorf verið sterkara undanfarna áratugi, að almennir flokksmenn styðji forustumenn sína í gegnum sætt og súrt. Þannig hefur forustan yfirleitt getað kallað fram félagsfundi og fengið bakstuðning ef um umdeild mál er að ræða. Opinber gagnrýni flokksmanna á flokkinn - sérstaklega ef um áhrifamenn eða fyrrum forustumenn er að ræða - hefur ekki átt upp á pallborðið hjá almennum flokksmönnum. Hafa menn talið að slíkan ágreining beri að leysa inni í flokknum. En nú virðist öldin önnur. Engu er líkara en alvarlegur samskiptabrestur hafi orðið milli a.m.k. hluta flokksmanna og meirihluta þingflokksins - brestur sem nú gerir vart við sig á versta tíma fyrir flokkinn. Vinsælt er orðið að nota orðalagið um "gjá milli þings og þjóðar". Hér er við hæfi að tala um gjá milli þingflokks og almennra flokksmanna. Halldór Ásgrímsson formaður flokksins ber vitaskuld aðalábyrgð á því hvernig komið er og menn hljóta því að horfa til hans um leiðsögn út úr þessu ástandi. Hans bíða fyrst og fremst fjögur vandamál sem hann þarf að leysa úr. Í fyrsta lagi þarf hann að finna leið til að slá á þá óánægju sem er í eigin flokki og tryggja sér öruggt bakland. Þetta er ekki síst brýnt þegar og ef stólaskiptahringekjan fer af stað 15. september með tilheyrandi ráðherrafórn og titringi. Í öðru lagi þarf hann að finna lausn á skuldbindingum sínum og loforðum um stuðning við Davíð Oddsson og samstarfsflokkinn í fjölmiðlamálinu. Í þriðja lagi þarf hann að taka afstöðu til lagalegrar óvissu varðandi hugsanleg stjórnarskrárbrot - og þá þannig að stjórnarskráin njóti vafans. Hvorki hann né Davíð myndu þola það pólitískt ef dómstólar kæmust að því að aðgerðir þeirra væru stjórnarskrárbrot. Í fjórða og síðasta lagi þarf Halldór að bjarga ásýnd flokksins gagnvart hinum almenna kjósenda. Það er barnaskapur að ætla allt í einu núna að skýla sér bak við tæknilegar og aðferðarlegar athugasemdir við skoðanakannanir Fréttablaðsins, kannanir sem í raun eru gömlu DV kannanirnar og byggja á áratugareynslu og hafa reynst ágætlega. Þessum fjórum verkefnum verður erfitt að ná öllum fram því þau rekast hvert á annars horn. Því er ljóst að formaður Framsóknar þarf að forgangsraða og hugsanlega láta einhver þeirra mæta afgangi. Efst á forgangslistanum hlýtur að vera að ná sáttum í flokknum og einsýnt má vera að það verður ekki gert nema með því að einhver sú leið verði valin sem lætur stjórnarskrána njóta vafans. Athugasemdir flokksmanna eru ekki síst við framganginn gagnvart forsetanum og stjórnarskránni. Vandinn er hins vegar að fá slíkar lausnir til að ríma við samstarfið og skuldbindingarnar gagnvart Davíð. En jafnvel þótt Halldór og sjálfstæðismenn yrðu einhuga um að keyra síðara fjölmiðlafrumvarpið í gegn á þeim forsendum sem nú eru uppi, er óvíst að fyrir því sé þingmeirihluti. Það bendir því flest til þess að eina leið Halldórs í málinu sé að semja við Davíð Oddsson um að láta undan kröfum hundadagauppreisnarinnar og draga málið til baka og helst láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram. Því mun reyna á hversu gegnheilt samstarfið er í raun og hvort Davíð sættir sig við að Halldór á í raun enga valkosti. Geri hann það ekki er vandséð á hvaða grundvelli stjórnarsamstarfið getur haldið áfram.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun