Verðhjöðnun en væntingar óbreyttar 12. júlí 2004 00:01 Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,5 prósent í júlí sem er tölvert meira en spár greiningardeilda bankanna gerðu ráð fyrir. "Þetta eru í sjálfu sér ánægjuleg tíðindi," segir Ingimundur Friðriksson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. "Þetta breytir hins vegar ekki neinum grundvallaratriðum um ákvarðanir Seðlabankans." Seðlabankinn gerði ráð fyrir því á spá sinni að tólf mánaða verðbólga yrði um og yfir þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans sem eru fjögur prósent. Verðbólga síðustu tólf mánaða er nú 3,6 prósent. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent. Verðbólgan er því enn vel yfir því markmiði og gera má ráð fyrir að svo verði á næstunni. Lækkunin nú skýrist að stærstum hluta af liðnum: föt og skór. Útsölur eru hafnar og eru áhrif liðarins á vísitöluna 0,45 prósent til lækkunar. Markaðsverð húsnæðis hækkar enn, en á móti kemur að áhrif kerfisbreytingar í íbúðalánakerfi veldur lækkun húsnæðisliðar, þannig að sá liður stendur nánast í stað. Greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir því að verðbólgan í júlí yrði frá núll niður í - 0,2 prósent. Kristinn Árnason, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir að frávik vísitölunnar frá spá bankans skýrist af húsnæðisliðnum sem hafi ekki hækkað eins mikið og Landsbankinn bjóst við. "Við gerðum ráð fyrir áhrifum af útsölunum," segir Kristinn. Greiningardeildir hafa vanmetið þann lið síðustu mánuði, en nú varð minni hækkun á húsnæði en gert var ráð fyrir. Kristinn tekur undir með Ingimundi að tíðindin nú breyti ekki stóru myndinnni, enda þótt þau veki vonir um að verðbólguþrýstingur sé heldur minni í augnablikinu en menn bjuggust við. Fleiri mælingar þurfi til þess að mat á stöðu efnahagsmála og verðbólguhorfa breytist fyrir næstu mánuði. Kristinn á von á því að Seðlabankinn haldi sínu striki. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar, segir frávikið frá - 0,2 prósenta spá bankans helgast af því að ekki hafi verið gert ráð fyrir svo miklum áhrifum til lækkunar af breytingu íbúðalánakerfisins. Líklegt sé að sú breyting muni einnig hafa áhrif til lækkunar í vísitölunni fyrir ágúst. "Forsendur til lengri tíma hafa ekki breyst að okkar mati og spár okkar um vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa ekki breyst við þessa niðurstöðu." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,5 prósent í júlí sem er tölvert meira en spár greiningardeilda bankanna gerðu ráð fyrir. "Þetta eru í sjálfu sér ánægjuleg tíðindi," segir Ingimundur Friðriksson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. "Þetta breytir hins vegar ekki neinum grundvallaratriðum um ákvarðanir Seðlabankans." Seðlabankinn gerði ráð fyrir því á spá sinni að tólf mánaða verðbólga yrði um og yfir þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans sem eru fjögur prósent. Verðbólga síðustu tólf mánaða er nú 3,6 prósent. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent. Verðbólgan er því enn vel yfir því markmiði og gera má ráð fyrir að svo verði á næstunni. Lækkunin nú skýrist að stærstum hluta af liðnum: föt og skór. Útsölur eru hafnar og eru áhrif liðarins á vísitöluna 0,45 prósent til lækkunar. Markaðsverð húsnæðis hækkar enn, en á móti kemur að áhrif kerfisbreytingar í íbúðalánakerfi veldur lækkun húsnæðisliðar, þannig að sá liður stendur nánast í stað. Greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir því að verðbólgan í júlí yrði frá núll niður í - 0,2 prósent. Kristinn Árnason, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir að frávik vísitölunnar frá spá bankans skýrist af húsnæðisliðnum sem hafi ekki hækkað eins mikið og Landsbankinn bjóst við. "Við gerðum ráð fyrir áhrifum af útsölunum," segir Kristinn. Greiningardeildir hafa vanmetið þann lið síðustu mánuði, en nú varð minni hækkun á húsnæði en gert var ráð fyrir. Kristinn tekur undir með Ingimundi að tíðindin nú breyti ekki stóru myndinnni, enda þótt þau veki vonir um að verðbólguþrýstingur sé heldur minni í augnablikinu en menn bjuggust við. Fleiri mælingar þurfi til þess að mat á stöðu efnahagsmála og verðbólguhorfa breytist fyrir næstu mánuði. Kristinn á von á því að Seðlabankinn haldi sínu striki. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar, segir frávikið frá - 0,2 prósenta spá bankans helgast af því að ekki hafi verið gert ráð fyrir svo miklum áhrifum til lækkunar af breytingu íbúðalánakerfisins. Líklegt sé að sú breyting muni einnig hafa áhrif til lækkunar í vísitölunni fyrir ágúst. "Forsendur til lengri tíma hafa ekki breyst að okkar mati og spár okkar um vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa ekki breyst við þessa niðurstöðu."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira