Breytt viðhorf til varnarliðsins 12. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Nær helmingur þjóðarinnar virðist ekki deila áhyggjum af framtíð varnarliðsins í Keflavík með ríkisstjórninni. Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði um helgina og birtir í dag er tæplega helmingur kjósenda sáttur við að herinn fari úr landi. Rúmur meirihluti er hins vegar ósáttur við brottför hersins. Athygli vekur umtalsverður munur sem er á afstöðu karla og kvenna. Fyrirfram hefði mátt vænta þess að fleiri konur en karlar væru sáttar við brottför hersins en könnunin leiðir í ljós að þessu er öfugt farið. Ef miðað er við þá sem afstöðu tóku eru 54% karla sáttir við að herinn fari úr landi en aðeins um 41% kvenna. Það er einnig eftirtektarvert að meiri áhyggjur eru af brottför hersins úti á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður þessar vekja fleiri spurningar en þær svara um viðhorf þjóðarinnar til hersins og varna í landinu. Ástæða er til að velta því fyrir sér hvað lesa megi í ólík svör karla og kvenna annarsvegar og höfuðborgar og landsbyggðar hinsvegar. Ólíklegt verður að telja að konur séu orðnar herskárri eða meiri valkyrjur en áður. Og ekki blasir við hvers vegna landsbyggðarfólk ætti að hafa meiri áhyggjur af öryggi landsins og vörnum en fólk í þéttbýli. Líklegasta skýringin er að hér séu atvinnumálin að spila inn í svör fólks. Konur hafi meiri áhyggjur en karlar af atvinnuleysi og samdrætti sem lokun varnarstöðvarinnar hefði í för með sér. Sömu áhyggjur gætu skýrt viðhorfin á landsbyggðinni; þar eru atvinnumálin líklega oftar daglegt umhugsunarefni fólks en á höfuðborgarsvæðinu. Séu þetta réttar ályktanir af niðurstöðu skoðanakönnunarinnar er stór hluti þjóðarinnar farinn að líta á bandaríska herinn sem atvinnu- og afkomumál fremur en öryggisatriði. Það kemur ekki á óvart miðað við þá athygli sem atvinnumál Suðurnesjamanna hafa fengið í tengslum við umræður um fækkun í varnarliðinu og brottför F-15 orrustuþotnanna. Niðurstaða fundar Davíðs Oddssonar og George Bush Bandaríkjaforseta í Washington í síðustu viku var að því leyti vonbrigði að þar skýrðust ekki línur um framtíð varnarliðsins. Íslensk stjórnvöld hafa enga tryggingu fyrir óbreyttu ástandi í Keflavík og ekkert liggur fyrir um það hvað Bandaríkjamenn ætlast fyrir. Frá sjónarmiði þeirra, sem telja mikilvægt að bandaríska varnarliðið verði hér áfram, felst gagnið í fundinum í því að Íslendingar fá að minnsta kosti lengri umþóttunartíma og möguleiki virðist á því að finna nýjan flöt á áframhaldandi varnarsamstarfi þjóðanna. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að þeim fer fjölgandi sem ekki hafa sannfæringu fyrir því að bandaríski herinn hafi þýðingu fyrir varnir landsins og telja jafnframt að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af atvinnulífinu fari herinn á brott. Eftir sem áður er ósvarað þeirri spurningu hvernig við Íslendingar eigum að tryggja öryggi okkar og landvarnir til frambúðar. Réttmætt er að finna að því að stjórnvöld hafi ekki fyrir löngu hafið undirbúning að aðlögun að þeim breytingum á varnarsamstarfinu sem fyrirsjáanlegar hafa verið um árabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Nær helmingur þjóðarinnar virðist ekki deila áhyggjum af framtíð varnarliðsins í Keflavík með ríkisstjórninni. Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði um helgina og birtir í dag er tæplega helmingur kjósenda sáttur við að herinn fari úr landi. Rúmur meirihluti er hins vegar ósáttur við brottför hersins. Athygli vekur umtalsverður munur sem er á afstöðu karla og kvenna. Fyrirfram hefði mátt vænta þess að fleiri konur en karlar væru sáttar við brottför hersins en könnunin leiðir í ljós að þessu er öfugt farið. Ef miðað er við þá sem afstöðu tóku eru 54% karla sáttir við að herinn fari úr landi en aðeins um 41% kvenna. Það er einnig eftirtektarvert að meiri áhyggjur eru af brottför hersins úti á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður þessar vekja fleiri spurningar en þær svara um viðhorf þjóðarinnar til hersins og varna í landinu. Ástæða er til að velta því fyrir sér hvað lesa megi í ólík svör karla og kvenna annarsvegar og höfuðborgar og landsbyggðar hinsvegar. Ólíklegt verður að telja að konur séu orðnar herskárri eða meiri valkyrjur en áður. Og ekki blasir við hvers vegna landsbyggðarfólk ætti að hafa meiri áhyggjur af öryggi landsins og vörnum en fólk í þéttbýli. Líklegasta skýringin er að hér séu atvinnumálin að spila inn í svör fólks. Konur hafi meiri áhyggjur en karlar af atvinnuleysi og samdrætti sem lokun varnarstöðvarinnar hefði í för með sér. Sömu áhyggjur gætu skýrt viðhorfin á landsbyggðinni; þar eru atvinnumálin líklega oftar daglegt umhugsunarefni fólks en á höfuðborgarsvæðinu. Séu þetta réttar ályktanir af niðurstöðu skoðanakönnunarinnar er stór hluti þjóðarinnar farinn að líta á bandaríska herinn sem atvinnu- og afkomumál fremur en öryggisatriði. Það kemur ekki á óvart miðað við þá athygli sem atvinnumál Suðurnesjamanna hafa fengið í tengslum við umræður um fækkun í varnarliðinu og brottför F-15 orrustuþotnanna. Niðurstaða fundar Davíðs Oddssonar og George Bush Bandaríkjaforseta í Washington í síðustu viku var að því leyti vonbrigði að þar skýrðust ekki línur um framtíð varnarliðsins. Íslensk stjórnvöld hafa enga tryggingu fyrir óbreyttu ástandi í Keflavík og ekkert liggur fyrir um það hvað Bandaríkjamenn ætlast fyrir. Frá sjónarmiði þeirra, sem telja mikilvægt að bandaríska varnarliðið verði hér áfram, felst gagnið í fundinum í því að Íslendingar fá að minnsta kosti lengri umþóttunartíma og möguleiki virðist á því að finna nýjan flöt á áframhaldandi varnarsamstarfi þjóðanna. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að þeim fer fjölgandi sem ekki hafa sannfæringu fyrir því að bandaríski herinn hafi þýðingu fyrir varnir landsins og telja jafnframt að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af atvinnulífinu fari herinn á brott. Eftir sem áður er ósvarað þeirri spurningu hvernig við Íslendingar eigum að tryggja öryggi okkar og landvarnir til frambúðar. Réttmætt er að finna að því að stjórnvöld hafi ekki fyrir löngu hafið undirbúning að aðlögun að þeim breytingum á varnarsamstarfinu sem fyrirsjáanlegar hafa verið um árabil.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun