Viðskipti innlent

Vilja meiri áherslu á þjónustu

Í fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu er bent á að á undanförnum árum hefur fjölda fólks sem starfar í verslun og þjónustu fjölgað hratt. Samtímis hefur hlutfall þeirra sem vinna í frumframleiðslugreinum og iðnaði lækkað. Í fréttabréfinu segir að þrátt fyrir að nú starfi 71% þjóðarinnar við verslun og þjónustu sé áhersla yfirvalda, til dæmis í menntamálum, ónóg um þennan þátt. Á það er bent að um þrisvar sinnum fleiri Íslendingar starfi í smásöluverslun heldur en í landbúnaði en þó sé starfrækt sérstakt ráðuneyti um landbúnað og þrír skólar á háskólastigi en enginn fyrir verslun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×