Lífið

Vantsniðurinn notalegur

Jóhannes Lange er trésmiður á eftirlaunum sem býr yfir vetrartímann í Torreveja á Spáni ásamt eiginkonu sinni Auði. Þau hjón vilja þó ekki missa af íslenska sumrinu og koma hingað til lands í byrjun maí og dvelja hér fram í september. "Það er hvort tveggja, hitinn á Spáni á þessum tíma og íslenska sumarið sem við getum ekki ekki hugsað okkur að vera án," segir Jóhannes, sem er einmitt nýkominn úr ferð umhverfis landið. Jóhannes dundar sér við garðvinnu hér heima og hefur komið sér upp fallegum gosbrunni í garðinum. "Það var nú bara af því að ég átti þetta fiskiker að ég ákvað að grafa fyrir því og útbúa þessa tjörn. Nei," segir hann aðspurður, "ég hafði enga fyrirmynd að tjörninni heldur gerði þetta svona eftir hendinni. Brunninn sjálfan, eða drenginn með kerið, keypti ég úti á Spáni og svo hlóð ég bara í kring og plantaði blómum. Ég hef gaman af þessu og finnst notalegt að heyra vatnsniðinn," segir Jóhannes brosandi. Hann er þó ekki með gullfiska í tjörninni, enda erfitt að eiga við það þegar fólk býr í útlöndum mestan hluta ársins. "Það væri talsvert meiri fyrirhöfn," segir Jóhannes. "Þetta er bara til gamans gert og ég er ánægður með brunninn eins og hann er."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.