Viðskipti innlent

Lítil áhrif hlutafjárútboðs KB

Hlutafjárútboð KB banka upp á fjörutíu milljarða króna hefur lítil áhrif á hugsanlega sölu Símans, að mati forstöðumanns greiningardeildar Landsbankans. Sérfræðingar segja að fjárfestingarfélög hér á landi eigi nóg lausafé. KB banki hefur tilkynnt um fjörutíu milljarða króna hlutafjáraukningu sem meirihluti hluthafa hefur samþykkt. Í viðskiptalífinu er rætt um fyrri hluta og seinni hluta í þessu sambandi, því eftir kaup KB banka á danska bankanum FIH stendur einnig til að bjóða aðra fjörutíu milljarða til erlendra fjárfesta.  Aðspurð, hvort innlendi markaðurinn þoli að fjörutíu milljarðar króna séu teknir svona af markaði í einu vetfangi, segir Edda Rós Karlsdóttir hjá greiningardeild Landsbankans að ef áhrifin séu einhvern tímann lítil þá sé það núna vegna góðra aðstæðna hlutabréfamarkaðarins. Spurð um hlutafjárútboð Landsímans í því samhengi, sem staðið hefur yfir í langan tíma eins og kunnugt er, segir Edda Rós einkar hentugt nú að setja Landsímann á markað - sem og fleiri félög.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×