Lífið

Pláss fyrir allar mínar bækur

Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur flutti í nýja íbúð og fékk margra ára gamlan draum uppfylltan. "Við erum nýlega flutt í Þingholtin og maðurinn minn smíðaði bókaskáp aldarinnar. Hann losaði lista úr loftinu og setti fremst á skápinn svo það er eins og skápurinn falli inn í vegginn. Hann nær frá gólfi og upp í loft og alveg yfir stærsta vegginn í íbúðinni sem er meira en fjórir metrar á breiddina. Í fyrsta skipti get ég haft allar mínar bækur uppi við og ekkert niðri í kassa sem er alveg frábært. Við erum að byrja að búa og höfðum það í huga við val á íbúð að það yrði pláss fyrir allar bækur enda erum við bæði ástríðufullir bókasafnarar. Ennþá er smápláss eftir í skápnum góða svo við megum alveg við því að fá einhverjar bækur í jólagjöf. Mér líður mjög vel í nýju íbúðinni og þar eru mörg yndisleg horn en sófinn fyrir framan bókaskápinn er samt bestur, " segir Vilborg sem er nýbúin að eignast dóttur. Hún situr gjarna í téðum sófa og les á meðan hún gefur brjóst svo Sigrún Ugla fær bókmenntir með móðurmjólkinni í bókstaflegri merkingu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.