Viðskipti innlent

Lítil hætta á verðbólguhækkun

Greiningardeild Landsbankans telur að miðað við núverandi stöðu efnahagsmála sé óveruleg hætta á að verðbólgan fari úr böndunum. Bent er á að Seðlabankinn hafi nú þegar aukið peningalegt aðhald og segir Landsbankinn mikilvægt að þeirri stefnu verði viðhaldið. Greiningardeild bankans segir það þó á ábyrgð stjórnvalda að tryggja áframhaldandi stöðugleika og miklu skipti að aðgerðir þeirra, t.d. í skatta- og húsnæðismálum, kyndi ekki undir verðbólgu heldur taki mið af heildaraðstæðum í hagkerfinu. Að öðrum kosti muni verðbólgukollsteypan frá því í síðustu uppsveiflu endurtaka sig.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×