Viðskipti innlent

Actavis í FTSE

Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans á þriðjudag segir frá því að væntanleg skráning íslenska lyfjafyrirtækisins Actavis (áður Pharmaco) hafi verið til umfjöllunar á vefsíðu breska dagblaðsins The Times. Í fréttinni í Times segir að gert sé ráð fyrir að Actavis komist á næsta ári í FTSE 100 hlutabréfavísitöluna enda gæti það uppfyllt skilyrði til þess strax við skráningu. Actavis er nú metið á um 120 milljarða króna en verðmæti þess þarf að aukast um ríflega 50 prósent til að skilyrði um stærð sé uppfyllt. The Times segist hafa heimildir fyrir því að íslenska fyrirtækið muni tryggja að slíkum skilyrðum verði uppfyllt í aðdraganda skráningarinnar með því að halda áfram að stækka starfsemi sína með kaupum á öðrum fyrirtækum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×