Kletturinn í drullupollinum 5. júlí 2004 00:01 Chris Vaughn, vöðvastæltur sérsveitahermaður, snýr aftur heim til litla smábæjarins síns eftir átta ára fjarveru til þess eins að komast að því að fallegu heimahagarnir eru orðnir viðbjóðslegt lastabæli. Gömlu myllunni, aðalvinnustaðnum í bænum, hefur verið lokað og eina tekjulind samfélagsins er subbulegt spilavíti sem um leið er dreifingarmiðstöð fyrir eiturlyf. Til að bæta gráu ofan á svart er spilavítinu og sölumönnum dauðans stýrt af gömlum keppinauti Chris úr skóla og á ruðningsvellinum í gamla daga. Þetta gengur auðvitað ekki þannig að Chris tekur málin í sínar hendur, beinbrýtur vondu kallana, rústar spilavítinu með einni tréspýtu og í stað þess að fara í fangelsi fyrir lætin er hann kosinn lögreglustjóri.Þá æsist fyrst leikurinn og til magnaðs lokauppgjörs kemur á milli skólafélaganna þar sem öllum meðulum er beitt, vélbyssum, sprengjum og öllu þar á milli. Fyrirfram getur maður ekki gert miklar kröfur til myndar af þessu tagi með glímutröllinu The Rock (The Scorpion King) í aðalhlutverki. Svona dót er alla jafna rusl sem á ekkert erindi í bíó og er best geymt á hillum myndbandaleiga. Það má því segja þessari mynd til hróss að hún slagar vel upp í meðallagið. The Rock er alls ekki svo slæmur og leysir þá heillum horfnu harðhausa Steven Seagal og Van Damme af með glæsibrag enda, að því er virðist, hæfileikaríkari en þeir báðir til samans. Þá sér erkifíflið Johnny Knoxville úr Jackass um að halda gríninu gangandi í hlutverki undirmanns löggustjórans góða. Býsna skemmtilegur gaur og svo fer það Neal McDonough (saksóknaranum í Boomtown) býsna vel að leika skítalabba.Walking Tall er ekki merkileg mynd en manni leiðist ekkert yfir henni og í þessum geira verður það að teljast býsna gott. Leikstjóri: Kevin Bray Aðalhlutverk: The Rock, Neal McDonough, Johnny KnoxvilleÞórarinn Þórarinsson Bíó og sjónvarp Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Chris Vaughn, vöðvastæltur sérsveitahermaður, snýr aftur heim til litla smábæjarins síns eftir átta ára fjarveru til þess eins að komast að því að fallegu heimahagarnir eru orðnir viðbjóðslegt lastabæli. Gömlu myllunni, aðalvinnustaðnum í bænum, hefur verið lokað og eina tekjulind samfélagsins er subbulegt spilavíti sem um leið er dreifingarmiðstöð fyrir eiturlyf. Til að bæta gráu ofan á svart er spilavítinu og sölumönnum dauðans stýrt af gömlum keppinauti Chris úr skóla og á ruðningsvellinum í gamla daga. Þetta gengur auðvitað ekki þannig að Chris tekur málin í sínar hendur, beinbrýtur vondu kallana, rústar spilavítinu með einni tréspýtu og í stað þess að fara í fangelsi fyrir lætin er hann kosinn lögreglustjóri.Þá æsist fyrst leikurinn og til magnaðs lokauppgjörs kemur á milli skólafélaganna þar sem öllum meðulum er beitt, vélbyssum, sprengjum og öllu þar á milli. Fyrirfram getur maður ekki gert miklar kröfur til myndar af þessu tagi með glímutröllinu The Rock (The Scorpion King) í aðalhlutverki. Svona dót er alla jafna rusl sem á ekkert erindi í bíó og er best geymt á hillum myndbandaleiga. Það má því segja þessari mynd til hróss að hún slagar vel upp í meðallagið. The Rock er alls ekki svo slæmur og leysir þá heillum horfnu harðhausa Steven Seagal og Van Damme af með glæsibrag enda, að því er virðist, hæfileikaríkari en þeir báðir til samans. Þá sér erkifíflið Johnny Knoxville úr Jackass um að halda gríninu gangandi í hlutverki undirmanns löggustjórans góða. Býsna skemmtilegur gaur og svo fer það Neal McDonough (saksóknaranum í Boomtown) býsna vel að leika skítalabba.Walking Tall er ekki merkileg mynd en manni leiðist ekkert yfir henni og í þessum geira verður það að teljast býsna gott. Leikstjóri: Kevin Bray Aðalhlutverk: The Rock, Neal McDonough, Johnny KnoxvilleÞórarinn Þórarinsson
Bíó og sjónvarp Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira