Lífið

Vindorka Íslands

Vindorku Íslands er nú verið að kortleggja í samvinnu Orkustofnunar og Veðurstofu Íslands. Nú þegar eru til gögn á Veðurstofunni sem notuð verða við verkefnið. Verkefnið var fylgt úr hlaði með fé úr Orkusjóði sem var notað meðal annars til þess að kaupa þau forrit sem notuð eru ásamt því að ljúka við að kortleggja fyrsta fjórðunginn af landinu. Verkefninu lýkur með vindatlas af öllu landinu árið 2007. Gögnin verða síðan birt á Gagnavefsjá Orkustofnunar og verða öllum aðgengileg þar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.