Uppáhaldshús allsherjargoða. 5. júlí 2004 00:01 Fríkirkjuvegur 11 hefur verið uppáhaldshús Hilmars Arnar Hilmarssonar, tónlistarmanns og allsherjargoða, frá því að hann var lítill strákur. "Ég gat hugsað mér að búa í húsinu þegar ég var krakki því þá trúði ég því að hægt væri að smella fingrunum eins og Mary Poppins gerði. Í dag er maður orðinn miklu praktískari og sér hvað gæti verið erfitt að halda svona stóru húsi í góðu horfi. Fyrst að maður hefur ekki aðgang að þjónustufólki og mun líklega ekki hafa það í framtíðinni þá held ég að draumurinn um að eiga eftir að búa í húsinu eigi ekki eftir að rætast," segir hann. Fríkirkjuvegur 11 var í mörg ár eitt af stærstu húsunum í Reykjavík og í því fór meðal annars fram æskulýðsstarf Reykjavíkur. "Ég fór mikið í þetta hús sem barn til að taka þátt í því starfi og strax þá hreifst ég af hvað það var bæði gríðarlega stórt og fallegt. Þá áttu margir sér þann draum að eiga heima í húsinu þar sem gamla Borgarbókasafnið var og er það hús vissulega fallegt en mitt draumahús var samt sem áður alltaf Fríkirkjuvegur 11. Ég held að það eigi að fara að selja húsið og bíð ég spenntur yfir hverjir nýir eigendur þess verða. Aðalstarf Hilmars Arnar er tónlistin og þessa dagana semur hann grafíska trommusöngva fyrir bíómynd sem gerist á Grænlandi. Þar að auki er Hilmar Örn allsherjargoði og segir hann meira að gera í því en hann hafi átt von á. "Mér líkar starfið vel og finnst sérstök forréttindi að fá að taka þátt í giftingu fólks, svo mikill gleðiatburður sem það er. Í fyrra var yfirdrifið nóg að gera í giftingum og leið varla sú helgi í fyrrasumar að ekki fór fram brúðkaup að ásatrúarsið," segir Hilmar Örn. Hús og heimili Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Fríkirkjuvegur 11 hefur verið uppáhaldshús Hilmars Arnar Hilmarssonar, tónlistarmanns og allsherjargoða, frá því að hann var lítill strákur. "Ég gat hugsað mér að búa í húsinu þegar ég var krakki því þá trúði ég því að hægt væri að smella fingrunum eins og Mary Poppins gerði. Í dag er maður orðinn miklu praktískari og sér hvað gæti verið erfitt að halda svona stóru húsi í góðu horfi. Fyrst að maður hefur ekki aðgang að þjónustufólki og mun líklega ekki hafa það í framtíðinni þá held ég að draumurinn um að eiga eftir að búa í húsinu eigi ekki eftir að rætast," segir hann. Fríkirkjuvegur 11 var í mörg ár eitt af stærstu húsunum í Reykjavík og í því fór meðal annars fram æskulýðsstarf Reykjavíkur. "Ég fór mikið í þetta hús sem barn til að taka þátt í því starfi og strax þá hreifst ég af hvað það var bæði gríðarlega stórt og fallegt. Þá áttu margir sér þann draum að eiga heima í húsinu þar sem gamla Borgarbókasafnið var og er það hús vissulega fallegt en mitt draumahús var samt sem áður alltaf Fríkirkjuvegur 11. Ég held að það eigi að fara að selja húsið og bíð ég spenntur yfir hverjir nýir eigendur þess verða. Aðalstarf Hilmars Arnar er tónlistin og þessa dagana semur hann grafíska trommusöngva fyrir bíómynd sem gerist á Grænlandi. Þar að auki er Hilmar Örn allsherjargoði og segir hann meira að gera í því en hann hafi átt von á. "Mér líkar starfið vel og finnst sérstök forréttindi að fá að taka þátt í giftingu fólks, svo mikill gleðiatburður sem það er. Í fyrra var yfirdrifið nóg að gera í giftingum og leið varla sú helgi í fyrrasumar að ekki fór fram brúðkaup að ásatrúarsið," segir Hilmar Örn.
Hús og heimili Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira