Viðskipti innlent

Vaxtahækkunin meiri en spáð var

MYND/Vísir
Vaxtahækkun Seðlabankans í gær var talsvert meiri en greiningardeildir bankanna bjuggust við. Aðrir vextir hafa snarhækkað í morgun í kjölfarið og krónan styrkst. Ingólfur Bender hjá Íslandsbanka reiknar með enn frekari vaxtahækkunum Seðlabankans. Ingólfur segir Íslandsbanka hafa reiknað með 25 punkta hækkun en Seðlabankinn hafi hækkað vextina um 50 punkta, þ.e tvöfalt meira. Tímasetninguna segir hann hins vegar ekki hafa komið á óvart. Viðbrögð á peningamarkaði hafa verið talsvert sterk að sögn Ingólfs eða 50-60 punkta vaxtahækkanir. Krónan hefur líka farið upp; verðgildið hennar hefur hækkað um 0,4% í morgun.     Ingólfur segir greiningardeild Íslandsbanka reikna með frekari vaxtahækkunum á næstunni og að Seðlabankinn fari með stýrivexti sína upp í 7,5% fyrir mitt næsta ár.  Hægt er að hlusta á viðtal við Ingólf, sem spilað var í hádegisfréttum Bylgjunnar, með því að smella á hlekkinn með fréttinni í fréttayfirlitinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×