Lífið

Uppáhaldshornið mitt

Kristbjörgu Kari Sólmundsdóttur söngkonu líður best í borðstofuhorninu, innan um sköpunarverk sín og hljóðfæri. "Þar er ég vön að sitja og skapa og semja lög og það er gott að vera við borðið því þá get ég verið að skrifa niður í leiðinni. Yfirleitt sit ég þar með gítarinn og teygi mig í píanóið og er þá með allt sem ég þarf til að semja innan seilingar. "Innblástur og uppörvun sækir Kari í ýmsar áttir og hún er alhliða listamaður." Á veggnum hangir mitt fyrsta málverk sem ég málaði fyrir ári. Það er í rauninni ekki af neinu formi og er frekar eins og flæðið sem verður þegar maður er að hleypa sköpunarkraftinum fram. Ég hef aldrei kunnað að teikna en langaði að prófa að mála og fannst fáránlegt að láta einhverja minnimáttarkennd hindra mig í því að tjá mig á striga." Hljóðfærin skipa auðvitað líka stóran sess. "Píanóið er gjöf frá tengdaforeldrum mínum og það hefur nýst vel því við hjónin semjum mikið af tónlist saman og okkar bestu stundir eru þegar hann situr við píanóið og ég við borðstofuborðið með gítarinn og svo verður til lag," segir Kristbjörg Kari, en hún og maðurinn hennar, Björn Árnason, skipa hljómsveitina Tube sem á sér þarna hreiður í horni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.