Viðskipti innlent

Með næstbestu ávöxtun í Evrópu

Icelandic Equity sjóðurinn hefur gengið næstbest af hlutabréfasjóðum Evrópu, með 18,6 prósenta ávöxtun á öðrum ársfjórðungi þessa árs, að því er fram kemur í viðskiptafréttum Bloomberg.com. Litið var til gengis allra sjóða í Evrópu á tímabilinu 31. mars til 22. júní. Icelandic Equity sjóðurinn hefur gengið næstbest af hlutabréfasjóðum Baldvin Ottó Guðjónsson, sjóðsstjóri Icelandic Equity, segir skýringuna að mestum hluta vera að íslenski markaðurinn hafi hækkað gríðarlega mikið eða um sextán prósent á öðrum ársfjórðungi. Flest lönd Evrópu hafi hins vegar ekki verið að skila mikilli ávöxtun. En svo hafi sjóðurinn einnig verið að gera enn betur en vísitalan. "18,6 prósent er ótrúlega há ávöxtun á þetta stuttum tíma," segir Baldvin. Baldvin segir þessar fréttir vera mjög ánægjulegar, þær veki athygli á íslenska markaðnum og sérstaklega vegna þess að hann sveiflist ekki í takt við flesta erlenda markaði. "Það er mjög áhugavert fyrir erlenda fjárfesta því það skiptir miklu máli þegar valin séu saman bréf í eignarsöfn að bréfin sveiflist ekki öll í takt. Þannig minnka sveiflur í ávöxtun sjóðanna." Baldvin segir að í auknum mæli heyrist frá erlendum fjárfestum sem hafi áhuga á íslenska markaðnum. KB banki sér um stýringu Icelandic Equity sem er skráður í Lúxemborg. Sjóðurinn fjárfestir einungis í hlutabréfum í Kauphöll Íslands og keppir við úrvalsvísitölu hennar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×