Sálarflækjur Metallica 28. júní 2004 00:01 Áður en ég sá heimildarmyndina Metallica: Some Kind of Monster þótti mér ekkert vænt um þessa hljómsveit. Tók mitt "met-það-líka" tímabil í grunnskóla en missti svo fljótt áhugann eftir Svörtu plötuna góðu. Tilgerðin var of mikil fyrir minn smekk auk þess sem mér geðjaðist ekki lyktin af pungsvita þeirra.Hörð barátta Lars Ulrich á móti Napster fannst mér mjög klaufaleg og álíka jafn meiðandi fyrir sveitina og hinar hundleiðinlegu skífur Load og Re-Load. Ég átti því alls ekki von á því að ég myndi hafa neitt sérstaklega gaman af heimildarmyndinni Metallica: Some Kind of Monster. En staðreyndin er nú bara sú að ég man ekki eftir að hafa séð betri heimildarmynd um hljómsveit á ævinni.Það væri ekki slæm hugmynd að sýna þessa mynd í sálfræði í Háskólanum, því mig grunar að þarna sé kveðin vísa sem er alþekkt í gegnum mannkynssöguna. Þegar myndin byrjar er bassaleikarinn Jason Newsted nýhættur og sveitin við það að leysast upp. Egó James Hetfield og Lars Ulrich eru orðin það stór að þeir geta ómögulega unnið saman. Þrátt fyrir að vinasamband þeirra sé orðið rúmlega tveggja áratuga gamalt geta þeir ómögulega talað saman nema með aðstoð sálfræðingsins Phil, sem lifir góðu lífi við það að hanga í kringum þá, fylgjast með og leysa strax úr flækjum.Að horfa á þessa mynd er í rauninni eins og að horfa á raunveruleikasjónvarpsþátt um gerð plötunnar St. Anger. Það sem kemur manni mest á óvart er að sjá hversu tilfinninganæmir þessi metal-tröll eru. Hversu mikinn skít fyrra líferni hefur hlaðið á herðar þeirra og hversu plagaðir og breyskir þeir eru. Þessi mynd er á engan hátt glansmynd af stærstu rokksveit heims. Þetta er mynd um venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum. Búist við öskrum, tárum, hurðaskellum og heljarinnar skemmtun. Metallica: Some Kind of Monster - HáskólabíóBirgir Örn Steinarsson Bíó og sjónvarp Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Áður en ég sá heimildarmyndina Metallica: Some Kind of Monster þótti mér ekkert vænt um þessa hljómsveit. Tók mitt "met-það-líka" tímabil í grunnskóla en missti svo fljótt áhugann eftir Svörtu plötuna góðu. Tilgerðin var of mikil fyrir minn smekk auk þess sem mér geðjaðist ekki lyktin af pungsvita þeirra.Hörð barátta Lars Ulrich á móti Napster fannst mér mjög klaufaleg og álíka jafn meiðandi fyrir sveitina og hinar hundleiðinlegu skífur Load og Re-Load. Ég átti því alls ekki von á því að ég myndi hafa neitt sérstaklega gaman af heimildarmyndinni Metallica: Some Kind of Monster. En staðreyndin er nú bara sú að ég man ekki eftir að hafa séð betri heimildarmynd um hljómsveit á ævinni.Það væri ekki slæm hugmynd að sýna þessa mynd í sálfræði í Háskólanum, því mig grunar að þarna sé kveðin vísa sem er alþekkt í gegnum mannkynssöguna. Þegar myndin byrjar er bassaleikarinn Jason Newsted nýhættur og sveitin við það að leysast upp. Egó James Hetfield og Lars Ulrich eru orðin það stór að þeir geta ómögulega unnið saman. Þrátt fyrir að vinasamband þeirra sé orðið rúmlega tveggja áratuga gamalt geta þeir ómögulega talað saman nema með aðstoð sálfræðingsins Phil, sem lifir góðu lífi við það að hanga í kringum þá, fylgjast með og leysa strax úr flækjum.Að horfa á þessa mynd er í rauninni eins og að horfa á raunveruleikasjónvarpsþátt um gerð plötunnar St. Anger. Það sem kemur manni mest á óvart er að sjá hversu tilfinninganæmir þessi metal-tröll eru. Hversu mikinn skít fyrra líferni hefur hlaðið á herðar þeirra og hversu plagaðir og breyskir þeir eru. Þessi mynd er á engan hátt glansmynd af stærstu rokksveit heims. Þetta er mynd um venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum. Búist við öskrum, tárum, hurðaskellum og heljarinnar skemmtun. Metallica: Some Kind of Monster - HáskólabíóBirgir Örn Steinarsson
Bíó og sjónvarp Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira