Innlent

Dræm kjörsókn viðvörunarmerki

"Ég fór í þessar kosningar vegna þess að ég hafði ákveðna hluti að segja. Ég vonaðist til að þetta færi öðruvísi en það er þjóðin sem ræður," sagði Baldur Ágústsson um úrslit kosninganna. Hann telur fjölda auðra seðla og minnkandi kjörsókn vera til marks um að mörgum hafi ekki hugnast neinn frambjóðendanna og það sé viðvörunarmerki. "Minnkandi kjörsókn þarf líka að taka til skoðunar vegna þess að ef menn vilja ekki nota lýðræðislegan rétt sinn, þá einfaldlega týna þeir honum. Menn verða að mæta og taka afstöðu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×