Frambjóðendur á kjörstað 26. júní 2004 00:01 Forsetakosningar fara fram á Íslandi í dag, í sjötta sinn í sögu lýðveldisins. Þótt allar líkur séu á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði endurkjörinn með meirihluta atkvæða verður horft til þess hversu margir kjósendur munu nota tækifærið til að lýsa andstöðu sinni við hann. Ólafur Ragnar Grímsson kom sjálfur akandi að Álftanesskóla um hálftólfleytið í morgun og var einn á ferð. Hann hefur verið forseti Íslands í átta ár og benda kannanir eindregið til þess að hann verði nú endurkjörinn þriðja kjörtímabilið í röð. Aðeins einu sinni áður hefur verið boðið fram gegn sitjandi forseta, það var gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988 en nú eru tveir í framboði gegn Ólafi. Kosningarnar nú fara auk þess fram aðeins 24 dögum eftir Ólafur synjaði lögum staðfestingar en það var í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem forseti beitti því stjórnarskrárákvæði. Margir munu eflaust líta á niðurstöður kosninganna í dag sem mælikvarða á afstöðu kjósenda til þeirrar umdeildu ákvörðunar hans. Sérstaklega verður horft til þess hve stór hluti kjósenda muni senda skilaboð sem túlkuð verði sem mótmæli gegn Ólafi Ragnari. Athygli vakti að við komuna á kjörstað sýndi forsetinn persónuskilríki þótt enginn efaðist um hver þarna væri á ferð. Hann dvaldi örstutta stund í kjörklefanum, innan við tíu sekúndur, áður en hann skilaði kjörseðlinum í kjörkassann. Kjörstaðir verða opnir til klukkan tíu í kvöld og örfáum mínútum síðar verða fyrstu tölur birtar. Ólafur sagðist ekki óttast áhugaleysi, honum hefði fundið vera töluverður áhugi á kosningunum og að umræður hefðu verið miklar en koma þyrfti í ljós hver kjörsóknin yrði. . Hann hefði hvatt fólk til að kjósa en ljóst væri að kjörsókn hefði farið minnkandi á Íslandi og nágrannalöndum. Hann vonaði þó að landsmenn notuðu daginn vel. Ástþór Magnússon var brattur að vanda þegar hann mætti til þess að kjósa, og lét ekki leiðinlegar tölur úr skoðanakönnunum hafa áhrif á sig. Og hann var ekki í vafa um hvað verður hans fyrsta verk, ef hann fer með sigur af hólmi. Hann sagðist mundu svara kalli barna í Palestínu og það yrði hans fyrsta verk að fara þangað. Baldur Ágústsson mætti í Laugardalshöllina, til þess að kjósa, ásamt eiginkonu sinni Jean Plummer. Þótt við vitum ekki hversu margir þeirra sem voru þá í höllinni kusu Baldur, var þeim hjónum hlýlega tekið, og menn brostu til þeirra og kinkuðu kolli. Eins og Ástþór, var Baldur viss um hvað yrði hans fyrsta verk, í embætti. Hann sagði sitt fyrsta verk yrði að kalla saman fólk sem vinnur gegn fíkniefnamálum til að reyna að koma því máli á skrið. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Forsetakosningar fara fram á Íslandi í dag, í sjötta sinn í sögu lýðveldisins. Þótt allar líkur séu á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði endurkjörinn með meirihluta atkvæða verður horft til þess hversu margir kjósendur munu nota tækifærið til að lýsa andstöðu sinni við hann. Ólafur Ragnar Grímsson kom sjálfur akandi að Álftanesskóla um hálftólfleytið í morgun og var einn á ferð. Hann hefur verið forseti Íslands í átta ár og benda kannanir eindregið til þess að hann verði nú endurkjörinn þriðja kjörtímabilið í röð. Aðeins einu sinni áður hefur verið boðið fram gegn sitjandi forseta, það var gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988 en nú eru tveir í framboði gegn Ólafi. Kosningarnar nú fara auk þess fram aðeins 24 dögum eftir Ólafur synjaði lögum staðfestingar en það var í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem forseti beitti því stjórnarskrárákvæði. Margir munu eflaust líta á niðurstöður kosninganna í dag sem mælikvarða á afstöðu kjósenda til þeirrar umdeildu ákvörðunar hans. Sérstaklega verður horft til þess hve stór hluti kjósenda muni senda skilaboð sem túlkuð verði sem mótmæli gegn Ólafi Ragnari. Athygli vakti að við komuna á kjörstað sýndi forsetinn persónuskilríki þótt enginn efaðist um hver þarna væri á ferð. Hann dvaldi örstutta stund í kjörklefanum, innan við tíu sekúndur, áður en hann skilaði kjörseðlinum í kjörkassann. Kjörstaðir verða opnir til klukkan tíu í kvöld og örfáum mínútum síðar verða fyrstu tölur birtar. Ólafur sagðist ekki óttast áhugaleysi, honum hefði fundið vera töluverður áhugi á kosningunum og að umræður hefðu verið miklar en koma þyrfti í ljós hver kjörsóknin yrði. . Hann hefði hvatt fólk til að kjósa en ljóst væri að kjörsókn hefði farið minnkandi á Íslandi og nágrannalöndum. Hann vonaði þó að landsmenn notuðu daginn vel. Ástþór Magnússon var brattur að vanda þegar hann mætti til þess að kjósa, og lét ekki leiðinlegar tölur úr skoðanakönnunum hafa áhrif á sig. Og hann var ekki í vafa um hvað verður hans fyrsta verk, ef hann fer með sigur af hólmi. Hann sagðist mundu svara kalli barna í Palestínu og það yrði hans fyrsta verk að fara þangað. Baldur Ágústsson mætti í Laugardalshöllina, til þess að kjósa, ásamt eiginkonu sinni Jean Plummer. Þótt við vitum ekki hversu margir þeirra sem voru þá í höllinni kusu Baldur, var þeim hjónum hlýlega tekið, og menn brostu til þeirra og kinkuðu kolli. Eins og Ástþór, var Baldur viss um hvað yrði hans fyrsta verk, í embætti. Hann sagði sitt fyrsta verk yrði að kalla saman fólk sem vinnur gegn fíkniefnamálum til að reyna að koma því máli á skrið.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira